Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40218
Unnið var með tillögu Andrúms arkitekta að nýjum miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöðvar sem hlaut nafnið Miðborgarskóli. Lokið var við hönnun og útboð mannvirkisins og teiknisett fullunnin. Byggingin er hönnuð fyrir fjölskyldumiðstöð auk sex deilda leikskóla fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Mannvirkið er á tveimur hæðum auk tæknikjallara. Burðarvirki hússins er forsteypt og járnbent. Byggingin er einangruð að utan og eru gluggar byggingarinnar með álgluggakerfi. Að utan er sjónsteypa með lóðréttri borðaklæðningu en að innan eru veggir málaðir ýmist hvítir eða í lit. Þök byggingarinnar eru viðsnúin torfþök og viðsnúið þak með hellum. Verkefnið var unnið eftir fösum byggingafræðinnar: frumhönnun, forhönnun, aðaluppdrættir, verkteikningar, útboðs og verkskilmálar og verklýsingar. Meðfylgjandi eru Viðaukar A, B, C og D – Teiknisett.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skýrsla.pdf | 11,33 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Viðaukar A-B-C.pdf | 97,27 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
Viðauki D - Teiknisett.pdf | 13,57 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna |