is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40219

Titill: 
  • Veröld á röngunni: Markleysa sem kollvörpunartól í bókmenntum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða hvernig eiginleikum markleysu (e. nonsense) hefur verið beitt sem tóli til gagnrýni, afbökunar og kollvörpunar í bókmenntum. Gengið verður út frá markleysuhugtakinu sem aðferð, einkenni eða stílbragði sem birtist í alls kyns bókmenntatextum en ekki sem afmarkaðri grein (e. genre) hefðarbókmennta sem hefur ákveðin einkenni til að bera. Þannig verða aðferðir markleysunnar skoðaðar í víðum skilningi og ólíkum birtingarmyndum, jafnt í absúrdleikhúsi sem barnagælum, sögunum um Lísu í Undralandi, markleysulimrum Edwards Lear og nútímaljóðlist, auk annarra texta. Einnig verður markleysan borin saman við ýmis hliðstæð fyrirbæri sem varpa ljósi á eiginleika hennar og áhrif, einkum leikinn (e. play) eins og hann er skilgreindur af Johan Huizinga í bók hans Homo Ludens, en einnig kímnigáfu og fáránleika.
    Gerð verður grein fyrir hugmyndum nokkurra fræðimanna á sviði markleysu í bókmenntum: Elizabeth Sewell, Susan Stewart, Jean Jacques Lecercle, Wim Tigges, Kathleen Pendlebury, Kevin Shortsleeve og annarra. Í meginatriðum verður stuðst við hugmyndir Kevins Shortsleeve um róttæka vídd markleysutexta og hugmyndir Mikhails Bakhtín um karnivalið eins og þær birtast í Rabelais og heimur hans (e. Rabelais and His World). Leitast verður við að sýna fram á að karnival Bakhtíns og markleysan eigi margt sameiginlegt, því bæði eru þau afmörkuð svið sem lúta sínum eigin lögmálum, ólíkum hinum hversdagslega og venjubundna heimi. Möguleikar markleysutexta til kollvörpunar og gagnrýni verða í forgrunni, en fjórir meginþættir verða til skoðunar. Þeir eru útlistaðir í fjórða kafla ritgerðarinnar á eftirfarandi hátt: a) markleysa sem afbökun á tungumálinu; b) markleysa sem kollvörpun á náttúrulögmálum; c) markleysa sem kollvörpun á siðum og venjum samfélagsins og d) markleysa sem kollvörpun á yfirvaldi, jafnt trúarlegu sem veraldlegu.

Samþykkt: 
  • 5.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40219


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Veröldáröngunni.pdf1,13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf1,17 MBLokaðurYfirlýsingPDF