is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40229

Titill: 
  • Hlutverk skrifstofu fjármálagreininga lögreglu í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um hlutverk skrifstofu fjármálagreininga lögreglu (SFL) í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í kjölfar þess að Ísland lenti á gráa lista Financial Action Task Force (FATF) árið 2019 hafa ráðstafanir hér á landi í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verið undir smásjánni. Þær ráðstafanir byggja á alþjóðlegri fyrirmynd og fela í sér ítarlegt regluverk sem kveður á um samspil aðila sem ber að tilkynna grun um peningaþvætti, stofnanir sem hafa eftirlit með þeim, skrifstofu fjármálagreininga lögreglu sem greinir tilkynningarnar og löggæslu og skattayfirvalda sem taka við greiningum skrifstofunnar. Ritgerðin greinir þetta ferli, fer yfir þróun þess og metur mikilvægi SFL í því. Starfsemi erlendra skrifstofa er skoðuð til þess að meta stöðu íslensku skrifstofunnar í alþjóðlegum samanburði. Niðurstaða ritgerðarinnar er að starfsemi SFL hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár, sérstaklega í kjölfar þess að Ísland lenti á gráa listanum. Starfsmönnum hefur fjölgað mikið og öllu verklagi verið breytt. Það er niðurstaða höfundar að án skrifstofu fjármálagreininga, eða sambærilegrar stofnunar, væru aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka mun óskilvirkari. Mikilvægi skrifstofunnar felst í því að skapa vettvang fyrir tilkynningarskylda aðila til þess að veita upplýsingar án afleiðinga og á grundvelli gruns en ekki vissu. Skrifstofan hefur svo nánast óhindraðan aðgang að þeim upplýsingum sem þörf er á til þess að greina tilkynningarnar. Með því aukna fjármagni sem fylgt hefur í kjölfar veru Íslands á gráa listanum er skrifstofan nú öflugur hlekkur í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis discusses the role of the financial intelligence unit of Iceland (FIU-ICE) in anti-money laundering and combating the financing of terrorism (AML/CTF). In the aftermath of the Financial Action Task Force (FATF) grey listing of Iceland in 2019 the countries AML/CTF measures have been under the spotlight. Those measures are built on international standards and involve strict regulations that lay down the interplay between the parties responsible for reporting suspicious activity, the supervisors that monitor them, the financial intelligence units (FIUs) that analyse the reports and the authorities that receive the analysis from the FIUs. The thesis evaluates this process, recounts its history and assesses the importance of the FIUs in the process. The operations of foreign FIUs are examined to assess the status of FIU-ICE in international comparison. The conclusion is that the operations of FIU-ICE have changed dramatically in recent years, especially since Iceland’s grey listing. The number of staff has increased greatly and all procedures have been revised. It is the conclusion of the author that without FIUs, or similarly functioning institutions, AML/CTF measures would be much less effective. The importance of the FIU lies in it creating a platform for reporting parties to share information without consequences and that is shared on the basis of suspicion, not certainty. The FIUs then have virtually unrestricted access to the information needed to analyse the reports. With increased funding that has followed Iceland’s presence on the FATFs grey list, the office is now a powerful link in the chain of measures against money laundering and terrorist financing.

Samþykkt: 
  • 5.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40229


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hlutverk skrifstofu fjármálagreininga lögreglu í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka .pdf1.02 MBLokaður til...15.01.2023HeildartextiPDF
haraldbeidni.pdf424.55 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna