is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40230

Titill: 
  • Bótaréttur foreldra vegna veikinda barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er bótaréttur foreldra vegna veikinda barna, þ.e. ef barn greinist með alvarlegan langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun. Farið verður yfir bótaréttinn með það að markmiði að kortleggja hann, þ.e. skýra réttarstöðu foreldra við slíkar aðstæður og gera grein fyrir gildandi rétti foreldra. Þegar finna á út hinn eiginlega bótarétt þarf að líta til allra stoða bótaréttarins þar sem raunverulegur réttur kemur í ljós eftir slíka skoðun. Þegar barn veikist er í flestum tilfellum ekki um skaðabótaskyldu að ræða og miðast umfjöllunin því út frá einstökum stoðum bótaréttarins er varða bótarétt foreldra vegna veikinda barna, þ.e. almannatryggingum, sjúkrasjóðum stéttarfélaga, vátryggingum og öðrum félagslegum úrræðum. Litið verður til þess hvort það skipti máli í hvaða stöðu foreldrar eru þegar barn þeirra greinist með alvarlegan sjúkdóm eða alvarlega fötlun, þ.e. hvort að þeir séu á vinnumarkaði, í námi eða án atvinnu. Að auki verður reynt að svara þeirri spurningu hvort það sé skynsamlegt/nauðsynlegt fyrir foreldra að kaupa barnatryggingu hjá vátryggingarfélagi fyrir barnið sitt ef það skyldi veikjast.
    Taldi höfundur þarft að fjalla heildstætt um bótarétt foreldra vegna veikinda barna þar sem ekki verður séð að slík umfjöllun hafi áður komið fram út frá lögfræðilegu sjónarhorni. Í ljós kom að það skiptir raunverulega máli hvar foreldrar vinna þegar barn greinist með alvarlegan sjúkdóm eða fötlun, þ.e. þeir sem eru á vinnumarkaði standa best að vígi hvað varðar fjáhagsaðstoð frá hinu opinbera. Réttarstaða foreldra vegna veikinda barna þyrfti að vera betri þar sem vísbendingar eru um að einhverjir foreldrar nái ekki endum saman ef til þess kæmi að þeir þyrftu að nýta sér opinbera fjárhagsaðstoð vegna veikinda barns. Af því leiðir að skynsamlegt er að kaupa barnatryggingu hjá vátryggingafélagi fyrir barn ef það skyldi veikjast. Vonar höfundur að ritgerðarefnið verði ekki aðeins fræðilegt heldur geti einnig nýst og þ.a.l. auðveldað þeim foreldrum sem lenda í þessari erfiðu stöðu að átta sig á réttarstöðu sinni.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this thesis is the right of Icelandic parents to compensation due to illness of their children, i.e. in case their child is diagnosed with a severe chronic illness or severe disability. The right to benefits will be reviewed and the author will try to explain the legal status of parents in such situations and therefore explain the current rights to which they are entitled. When determining the actual right to compensation, all the concepts of the right to compensation must be covered, as the right to compensation becomes apparent after such examination. When a child becomes ill, there is no liability for damages in most cases. Therefore the discussion is based on the individual concepts of the right to benefits, concerning the parents' right to benefits due to the illness of their children, i.e. social security, trade union sickness funds, insurances and other social resources. It will be considered in the thesis whether it matters in what position parents are in when their child is diagnosed with a serious illness or severe disability, i.e. whether they are on the labor market, getting an education or unemployed. In addition, an attempt will be made to answer the question of whether it is reasonable/necessary for parents to purchase child insurance from an insurance company if their child becomes ill.
    The author considered that there was a need to discuss the right to compensation for parents due to children's illness, as it cannot be seen that such a discussion has previously taken place from a legal point of view in Iceland. The analysis revealed that it really matters where a parent works when a child is diagnosed with a serious illness or disability, i.e. parents in the labor market are best placed when it comes to financial assistance from the public sector. The legal status of parents due to their children's illness needs to be improved, as there are indications that some parents will not be able to make ends meet if they have to use public financial assistance due to their child's illness. As a result, it is prudent for parents to buy child insurance from a insurance company in case their child should become ill. The author hopes that the thesis will not only be academic but can also be practical in the sense that it could provide clarity for parents in this difficult situation regarding their legal position in Iceland.

Samþykkt: 
  • 5.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40230


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerð.pdf1,65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
heidurbeidni.pdf406,05 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna