en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/40231

Title: 
 • Title is in Icelandic Notkun innherjaupplýsinga sem skilyrði innherjasvika
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Fyrsta íslenska ákvæðið um innherjasvik var að finna í lögum nr. 20/1989 um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði. Frá þeim tíma hefur innherjasvikaákvæðið tekið þó nokkrum breytingum. Fyrstu innherjasvikaákvæðin kváðu á um notkun eða nýtingu sem skilyrði innherjasvika, en í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli S-601/2001 var krafan um nýtingu innherjaupplýsinga ekki lengur hluti af verknaðarlýsingu bannsins. Með innleiðingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 596/2014/ESB frá 16. apríl 2014 um markaðssvik (MAR) hér á landi varð notkun hins vegar aftur hluti af verknaðarlýsingu bannsins.
  Heiti ritgerðarinnar er „Notkun innherjaupplýsinga sem skilyrði innherjasvika“. Heiti ritgerðarinnar er ætlað að endurspegla efni hennar. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvaða þýðingu breytt orðalag á skilgreiningu innherjasvika um notkun, með tilkomu MAR, hefur á það hvaða háttsemi telst til innherjasvika.
  Í upphafi verður fjallað almennt um innherjasvik og þá þróun sem hefur átt sér stað á innherjasvikaákvæðinu, þar sem sérstök áhersla er lögð á þróun notkunarskilyrðisins. Því næst er fjallað um skilyrði innherjasvika, sem er að búa yfir innherjaupplýsingum á meðan viðkomandi á viðskipti og nota slíkar upplýsingar til að eiga viðskiptin. Skilyrðið um notkun skuli ávallt skoðast með hliðsjón af tilgangi bannsins. Háttsemi sem fer ekki gegn tilgangi bannsins fellur þar af leiðum ekki undir bannið. Í ritgerðinni er þannig leitast við að fjalla ítarlega um notkunarskilyrðið og þá háttsemi sem fellur undir bannið eftir tilkomu MAR. Að lokum er fjallað um hvort og hvaða þýðingu orðalagsbreyting MAR hafi á hvaða háttsemi falli undir bannið.
  Niðurstöður ritgerðarinnar er að notkun sé núna og hafi ávallt verið forsenda innherjasvika. Með innleiðingu MAR í íslenskan rétt hefur því lítil sem engin breyting átt sér stað á því hvaða háttsemi falli undir bannið við innherjasvikum. Með innleiðingu MAR er þessi skilningur staðfestur og þar með dregið úr þeirri réttaróvissu sem ríkt hefur um túlkun ákvæðisins hér á landi.

 • The first Icelandic provision on insider dealing was found in Act no. 20/1989. Since then the wording of the provision has changed several times. The first Icelandic insider dealing provisions required use or utilization of inside information as a condition of insider dealing, but following the judgement by the District Court of Reykjavík in the case S-601/2001 use or utilization was no longer a part of the prohibition description. However with the implementation of Regulation of the European Parliament and of the Council no. 596/2014/EU of 16 april 2014 on market abuse (MAR) in Iceland law, use again became a part of the description of the ban on insider dealing.
  The title of the essay is “Use of inside information as a condition of insider dealing“. The title is intended to reflect the reasearch question. The objective of the thesis is to shed some light on what significance does the changes in the wording of the definition of insider dealing on unse, with the introduction of MAR, have on what conduct is considered insider dealing.
  In the beginning of the thesis, insider dealing and the development that has taken place in the insider dealing provision will be discussed, with a special emphasis on the development of the condition of use. The condition of the ban on insider dealing is discussed; which is to (a) have inside information while trading and (b) use such information to trade. The condition of use should always be considered in the light of the purpose of the prohibition. Conduct that does not go against the purpose of the ban does therefore not fall under the ban. This thesis thus seeks to discuss in details the conditions of use and the conduct covered by the ban, after introduction of MAR. Finally, the significance of such a change in wording for the conduct covered by the prohibition is examined.
  In the thesis it is concluded that use is now and has always been a prerequisite for insider dealing. With the introduction of MAR into Icelandic law, there has been little to no change in the conduct covered by the ban on insider dealing. With MAR this understanding is confirmed and thereby the legal uncertainty that has prevailed regarding the interpretation of the insider dealing provision in Iceland is reduced.

Accepted: 
 • Jan 5, 2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40231


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ML-ritgerðin : KRE - PDF.pdf911.88 kBOpenComplete TextPDFView/Open