is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40232

Titill: 
 • Mörk lögmætrar miðlunar innherjaupplýsinga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á mörkuðum þar sem viðskipti eru átt með fjármálagerninga er grundvallaratriði að fjárfestar búi yfir sömu upplýsingum og standi að öðru leyti jafnfætis við viðskipti með skráða fjármálagerninga. Því er mikilvægt að ákveðnar réttarreglur séu í gildi sem takmarka meðferð og miðlun innherjaupplýsinga, bæði til þess að innherjar geti ekki notfært sér ósanngjarnt forskot við viðskipti og til að takmarka hættuna á innherjasvikum. Samkvæmt 10. gr. MAR er ólögmætt að miðla innherjaupplýsingum til þriðja aðila en af lokamálsl. 1. mgr. ákvæðisins má ráða að innherjum kann að vera lögmætt og nauðsynlegt að miðla innherjaupplýsingum í tengslum við starf, stöðu eða skyldur sínar. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að veita viðmið um hvenær og með hvaða hætti lögmætt er að miðla innherjaupplýsingum á þeim grundvelli.
  Í framkvæmd hafa skapast þýðingarmikil viðmið sem þarf að styðjast við þegar mat er lagt á lögmæti miðlunar. Þar má fyrst nefna mikilvægi innherjaupplýsinga. Því meiri áhrif sem upplýsingar hafa á virði fjármálagerninga því meiri varfærni þarf að sýna við miðlun. Í öðru lagi þarf miðlun að vera málefnaleg, sem felur í sér kröfu um að miðlun sé í nánum tengslum sem og virkilega nauðsynleg við framkvæmd starfs, stöðu eða skyldna. Í þriðja lagi þarf að gæta meðalhófs við miðlun innherjaupplýsinga. Að lokum í fjórða lagi þarf að leggja heildstætt mat á hverja miðlun fyrir sig að teknu tilliti til aðstæðna, viðmiða sem og annarra sjónarmiða sem geta haft áhrif á lögmæti miðlunar.
  Þá kann miðlun innherjaupplýsinga að fara fram með markaðsþreifingu, bæði innan og utan verndarsvæðis MAR. Með þeim hætti kann innherji að miðla innherjaupplýsingum til að kanna áhuga hugsanlegra fjárfesta til viðskipta ýmist á grundvelli 11. gr. MAR eða án þess að framfylgja formkröfum ákvæðisins. Eftir sem áður þarf innherji alltaf að tryggja lögmæti miðlunar og framkvæma mat með hliðsjón af viðmiðum sem ráða má af framkvæmd Evrópudómstólsins.

 • Útdráttur er á ensku

  In financial markets where financial instruments are traded it is essential that investors possess the same knowledge and are placed on an equal footing when trading financial instruments. It is therefore important that applicable rules limit the dissemination and disclosure of inside information to prevent the risk of insider trading and to protect investors against the improper use of such information. Article 10 of MAR precludes an insider to disclose inside information except when disclosure is made in the normal exercise of an employment, a profession or duties. The aim of this thesis is to answer the research question when and how lawful disclosure of inside information is made in the normal exercise of an employment, a profession or duties.
  Since the provision of Article 10 of MAR does not provide further instructions regarding lawful disclosure of inside information it is important to assess the requirements of precedent. Firstly, in order to determine whether a disclosure is justified it is appropriate to take account of the sensitivity of the inside information. An insider must be particularly careful when the inside information is capable of affecting significantly the price of the financial instrument in question. Secondly, the disclosure of inside information must be in a close link and strictly necessary for the exercise of an employment, profession or duties. Thirdly, the disclosure must comply with the principle of proportionality. Fourthly, each disclosure of inside information must satisfy the requirements in order to come within the exception under Article 10 of MAR.
  Furthermore, lawful disclosure of inside information may take place through market soundings. In certain circumstances an insider can communicate with potential investors, prior to the announcement of a transaction, and disclose inside information in order to evaluate their interest. Market sounding can be performed in accordance with Article 11 of MAR or without enforcing the formal requirements of Article 11. However, an insider must always ensure the legitimacy of a disclosure and its compliance with the exception under Article 10 of MAR.

Samþykkt: 
 • 5.1.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40232


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mörk lögmætrar miðlunar innherjaupplýsinga.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna