is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40233

Titill: 
  • Skynsemisreglan og fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að fjalla um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða og meta hvort magnbundnar takmarkanir geti við ákveðnar aðstæður staðið því í vegi að skynsamlegar ákvarðanir séu teknar á grundvelli skynsemisreglunnar. Litið verður til þess hvernig lífeyriskerfi á Íslandi eru uppsett og hverjar séu fjárfestingarheimildir laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, þar sem skynsemisreglan kom inn í 1. mgr. 36. gr. laganna með breytingarlögum nr. 113/2016. Jafnframt verður fjallað um skynsemisregluna og umboðsskyldu þá sem starfsmenn lífeyrissjóða eru skyldugir að framfylgja. Þá verða meðal annars skoðaðar fjárfestingarheimildir tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/2341, þar sem tilskipunin byggir á skynsemisreglunni sem meginreglu.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að magnbundnar takmarkanir geta staðið því í vegi að skynsamlegar ákvarðanir fyrir eignasafn lífeyrissjóða séu teknar á grundvelli skynsemisreglunnar við ákveðnar aðstæður. Þetta á helst við þar sem svigrúm lífeyrissjóða til fjárfestinga er þröngt skammtað, við fjárfestingar í óskráðum eignum, hlutabréfum og við fjárfestingar í hlutfé félags. Aðstöðumunur getur verið á milli sjóða þar sem aldurssamsetning þeirra er mismunandi. Lífeyrissjóðir með tiltölulega unga sjóðfélaga fjárfestir til enn lengri tíma en sjóðir með eldri sjóðfélaga og er því helsta hlutverk lífeyrissjóða með yngri sjóðfélaga að hámarka þá ávöxtun með því að taka skynsamlegar ákvarðanir á grundvelli skynsemisreglunnar. Við þær aðstæður er heppilegast að fjárfest sé, á grundvelli skynsemisreglunnar í meiri mæli en magntakmarkanir laga nr. 129/1997 mæla fyrir um, í hlutabréfum og óskráðum eignum, þar sem slíkar fjárfestingar geta stuðlað að hærri ávöxtun og í þeim getur jafnframt falist mikil áhættudreifing.

  • Útdráttur er á ensku

    The Prudent Person Rule and Investment Regulations for Pension Funds.
    The objective of this thesis is to discuss investment regulations for pensions funds and evaluate whether quantitive restrictions can, under certain circumstances, prevent sensible decision making on the basis of Prudent Person Rule. Furthermore I will look into how Icelandic pension systems are set up, and what the investment regulations of Act no. 129/1997 on compulsory insurance of pension rights and the activities of pension funds, where the Prudent Person Rule was included in the 1st paragraph of article 36 of the Act with amendment act 113/2016. At the same time I will discuss, the Prudent Person Rule and the Fiduciary Duty that employees of investment funds are obliged to enforce. Also, the investment authorizations of the directive of the European Parliament and of the European Union 2016/2341 will be examined, as the directive is based on the Prudent Person Rule as a principle.
    The main conclusions of the dissertation are that quantitative restrictions can prevent sensible decisions for pension fund portfolios from being made, based on the Prudent Person Rule in certain circumstances. This is especially true where pension funds' scope for investment is narrowly allocated, for investments in unlisted assets, shares and for investments in company shares. There may be differences in the situation between funds, as their age composition varies. Pension funds with relatively young fund members invest for an even longer period of time than funds with older fund members, and the main role of pension funds with younger fund members is to maximize that return by making sensible decisions based on the Prudent Person Rule. In those circumstances, it is most appropriate to invest, based on the Prudent Person Rule, to a greater extent than the quantitative restrictions of Act no. 129/1997 prescribe, in shares and unlisted assets, as such investments can contribute to higher returns, and they may also involve more diversification.

Samþykkt: 
  • 5.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40233


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skynsemisreglan og fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða.pdf926,07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna