is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40234

Titill: 
 • Heilbrigðisþjónusta í fangelsum ríkisins : er heilbrigðisþjónustu við fanga ábótavant?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um rétt fanga til heilbrigðisþjónustu samkvæmt íslenskri löggjöf og alþjóðasamningum. Markmið ritgerðarinnar er að rannsaka hvort stjórnvöld uppfylli skuldbindingar sínar varðandi heilbrigðisþjónustu í fangelsum. Rannsóknarspurningin er: „Er heilbrigðisþjónustu við fanga ábótavant?“.
  Til að leita svara við rannsóknarspurningunni er annars vegar farið ítarlega yfir þau ákvæði laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 og laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 sem tryggja eiga rétt fanga til heilbrigðisþjónustu. Jafnframt eru skoðuð ákvæði alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að með beinum eða óbeinum hætti sem kveða á um rétt til heilbrigðisþjónustu. Sérstaklega eru skoðaðar alþjóðlegar reglur um rétt fanga til heilbrigðisþjónustu. Hins vegar er farið ítarlega yfir nýjustu skýrslur innlendra og erlendra úttektar- og eftirlitsaðila; skýrslur CPT nefndarinnar, skýrslur vegna OPCAT eftirlits, skýrslur Ríkisendurskoðunar og álit Umboðsmanns Alþingis. Auk þess er rýnt í nýútkomna skýrslu starfshóps um málefni fanga og aðgerðaráætlun sem starfshópur á vegum dómsmálaráðherra vann í framhaldi af eftirlitsheimsókn CPT nefndarinnar í maí 2019.
  Helstu niðurstöður eru þær að þrátt fyrir fjölda úttekta á stöðu heilbrigðismála innan fangelsanna síðustu áratugi og margítrekaðar ábendingar innlendra og erlendra eftirlitsaðila hafa litlar úrbætur orðið af hálfu stjórnvalda. CPT nefndin mat það svo í skýrslu sinni frá árinu 2019 að stjórnvöld á Íslandi viðurkenni ekki raunverulega þörf fanga fyrir heilbrigðisþjónustu og dómsmálaráðuneytið hefur viðurkennt að framkvæmd laga tryggi ekki mannréttindi fanga með fullnægjandi hætti. Ýmislegt hefur þó snúist til betri vegar frá árinu 2019. Má í því sambandi nefna stofnun geðheilsuteymis fangelsanna sem vonir standa til að muni marka tímamót í geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. Samningar um geðheilsuteymið eru þó enn sem komið er tímabundnir og þjónustan í mótun. Betur má ef duga skal. Því er rannsóknarspurningunni svarað játandi: Heilbrigðisþjónustu við fanga er ábótavant á Íslandi.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis deals with the right of prisoners to health care according to Icelandic legislation and international agreements. The purpose of the thesis is to investigate whether Icelandic authorities fulfil their obligations regarding prisoners‘ right to health care in prisons. The research question is: „Are the health care services given to prisoners while in prison insufficient?“.
  In order to seek an answer to the research question the provisions of the Act on the Execution of Sentences no. 15/2016 and the Health Services‘ Act no. 40/2007 are thoroughly looked at and scrutinized. Provisions of international agreements that stipulate prisoners‘ right to health care are furthermore examined. Special attention is paid to international rules on prisoners‘ right to health care while in prison. Recent reports from domestic and foreign auditing and monitoring bodies are reviewed in detail, ie. reports of the CPT Committee, reports on OPCAT monitoring, reports of the National Audit Office and the opinion of the Parliamentary Ombudsman. In addition, a review was carried out on the recent report of a working group on prisoner issues and an action plan prepared by a working group under the auspices of the Minister of Justice following the CPT Committee's inspection visit in May 2019.
  The main findings of the study are that in recent decades numerous assessments have repeatedly called for necessary improvements in prisoners‘ health care while in prison. Despite repeated calls for actions and improvement authorities have not in any sufficient way responded in the necessary manner. The CPT committee assessed in its report from 2019 that Icelandic authorities do not seem to recognize the real need of improvement in prisoners‘ health care services. The Ministry of Justice has acknowledged that implementation of laws does not adequately guarantee the human rights of prisoners. However, a number of things have changed for the better since 2019. A mental health care team for prisoners and prisons has been established. This will hopefully mark a turning point in mental health services for prisoners. Contracts regarding the mental health team are, however, still temporary and the service is being developed. Other improvements following proposals from the CPT committee‘s suggestions are also being planned, but not yet finalized. Therefore, the research question needs to be responded to in the affirmative: The health care services given to prisoners while in prison is insufficient.

Samþykkt: 
 • 5.1.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40234


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_AsthildurMagnusdottir_des2021.pdf949.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna