is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40236

Titill: 
  • Ákvörðun refsinga í nauðgunarmálum : refsiákvörðunarástæður Landsréttar í málum sem varða 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi ber heitið Ákvörðun refsinga í nauðgunarmálum – Refsiákvörðunarástæður Landsréttar í málum sem varða 194. gr. almennra hegningarlaga. nr. 19/1940. Markmið þessarar ritgerðar er að komast að því hvaða atriði hafi áhrif við ákvörðun refsingar hjá Landsrétti og hvort dómstóllinn styðjist við sömu atriði og Hæstiréttur gerir. Fyrst er farið yfir nauðgunarhugtakið og þróun nauðgunarákvæðisins í almennum hegningarlögum. Fjallað er um refsingar og refsiákvörðunarástæður dómstóla. Því næst er fjallað stuttlega um tilkomu Landsréttar og hlutverk hans. Þungamiðja ritgerðarinnar er í fimmta kafla en gerð er rannsókn á dómum Landsréttar þar sem sakfellt var fyrir brot gegn 194. gr. hegningarlaga á tímabilinu 1. janúar 2018 til og með 3. desember 2021. Jafnframt eru dómar Hæstaréttar þar sem sakfellt var fyrir brot gegn 194. gr. hegningarlaga á tímabilinu 1. janúar 2014 til og með 31. desember 2017 skoðaðir. Af dómaframkvæmd Landsréttar er ljóst að dómstóllinn lítur að meginatriði til sambærilegra atriða við ákvörðun refsinga og Hæstiréttur. Af rannsókninni má þó sjá að beiting 3. mgr. 70. gr. og 195. gr. hegningarlaga er á nokkru reiki hjá Landsrétti. Þá tekur dómstóllinn gríðarlegt tillit til þess ef dráttur hefur orðið á málsmeðferð og svo virðist sem Hæstiréttur sé ekki sammála Landsrétti um það hvernig slíkar tafir eigi að hafa áhrif við ákvörðun refsinga. Athygli er vakin á dómum Hæstaréttar í málum nr. 12/2021 og 54/2019 þar sem dómar Landsréttar voru endurskoðaðir og refsing þyngd.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is entitled Sentencing in rape cases – Reasons on determining penalties in crimes regarding article 194 in the Penal code No. 19/1940 with the new appeal court, Landsréttur. The purpose of this thesis is to examine what reasons determine the punishment in crimes according to article 194 in the Penal code Nr. 19/1940 with Landsréttur and if the court predicates on the same reasons as The Supreme Court. The first part goes into detail about the term rape and development of the term in the Penal code Nr. 19/1940. The focus will then shift to penalties and the reasons behind a sentence. The following part goes into detail about the new appeal court in Iceland, Landsréttur, and what his role is. In the fifth part sentencing regarding article 194, from 01.01.2018 until 03.12.2021, with Landsréttur were taking into account and then compared to sentencing with The Supreme Court, from 01.01.2014 until 31.12.2017. The result of this study showed that Landsréttur, for the most parts, looks at the same reasons that The Surpreme Court does. The use of article 70(3) and article 195 is a bit uncertain with Landsréttur. The court also takes is massively into consideration if there is a case delay and it seems that The Supreme Court does not agree with Landsréttur how these delays should affect the determination of penalties. In two recent cases The Surpreme Court revised judgements that Landsréttur had made and sentencing made stricter.

Samþykkt: 
  • 5.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40236


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML - Sigurbjörg Ósk..pdf990.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
sigurbjorgbeidni.pdf402.48 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna