is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40237

Titill: 
  • Gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna : réttarframkvæmd yfir fimm ára tímabil
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna: Réttarframkvæmd yfir fimm ára tímabil
    Í þessari ritgerð er leitast við að veita skýra mynd af inntaki og beitingu 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í ákvæðinu er heimilað að manni sem liggur undir sterkum grun um alvarlegt brot á almennum hegningarlögum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi á þeim grundvelli að hagsmunir almennings krefjist þess. Er þá ekki um að ræða „hefðbundið“ gæsluvarðhald sem helgast af rannsóknar-, réttarfars-, eða réttarvörslusjónarmiðum sem kveðið er á um í 1. mgr. ákvæðisins heldur er markmiðið af öðrum meiði. Fjallað er um skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins með áherslu á að brot sé „...þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna“. Við mat á því hvað í þessu felst hafa úrslausnir dómstóla um efnið sérstaklega mikla þýðingu og er því í umfjölluninni litið til fjölda dóma Hæstaréttar og úrskurða Landsréttar um gæsluvarðhald á þessum grundvelli. Þá er fjallað um réttarframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu í tilfellum þar sem reynt hefur á sambærilega heimild í aðildarríkjum og umfjöllun dómstólsins um gæsluvarðhald á umræddum grunni borin saman við beitingu íslenskra dómstóla á ákvæði 2. mgr. 95. gr. Loks er vikið að niðurstöðum rannsóknar á úrlausnum Landsréttar og Hæstaréttar um efnið á fimm ára tímabili frá 2016-2020. Með rannsókninni er ætlunin einkum að kanna hvort greinanleg breyting hafi orðið á rökstuðningi dómstóla fyrir því að fallast á eða hafna kröfu um gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna með tilkomu Landsréttar 2018.
    Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að Landsréttur virðist í megindráttum líta ákvæðið sömu augum og Hæstiréttur hafði áður gert. Fylgni milli málalykta reyndist há og rökleiðslur í sambærilegum málum almennt þær sömu, sérstaklega á fyrstu tveimur starfsárum réttarins. Nokkrir áhugaverðir úrskurðir voru hins vegar kveðnir upp í Landsrétti 2020, sem kunna mögulega að benda til þess að strangari kröfur verði gerðar til beitingar ákvæðisins á næstunni, þó erfitt sé að segja til um það með vissu.
    Abstract
    Detention on remand on the grounds of public interest: Five years of judicial precedent
    This thesis is meant to provide a clear picture of the substance and judicial application of article 95-2 of the Icelandic Code of Criminal Procedure no. 88/2008. The article allows for the placement of the accused in detention on remand on the grounds of public interest, given that there are serious indications of him having commited a severe criminal offence. Detention on remand of this kind differs from the “traditional” kinds addressed in article 95-1, in the way that is is not based on the necessity of preventing manoeuvres capable of impeding the investigation, the risk of the accused absconding or commiting further offences.
    The conditions for application of the article are discussed, with an emphasis on the offence being “…of the nature that detention on remand is necessary on the grounds of public interest”. In attempting to uncover the meaning of “public interest” in this context regard is had to numerous decisions of Iceland’s appellate and supreme court on the subject. The case law of the European Court of Human Rights where similar provisions in member states are on trial are surveyed and compared to Icelandic judicial application. Subsequently the results of the authors’ research on the appellate and supreme court’s relevant case law over a five-year span from 2016-2020 are examined. The main purpose of the case law analysis was to determine whether the establishment of the new appellate court Landsréttur in 2018 had a noticeable effect on the reasoning for decisions concerning detention on remand on the grounds of public interest or the judicial application of the provision as a whole.
    The author’s main findings are that the appellate court Landsréttur appears to agree with the precedent the Supreme Court has set regarding the application of article 95-2. In similar cases, the reasoning and results of the two courts are almost identical, especially in appellate court’s first two operating years. In 2020, its third year, certain decisions of the appellate court may indicate that the court could in the near future apply stricter requirements for the application of the article, but at this stage it is hard to say with any certainty.

Samþykkt: 
  • 5.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40237


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-pmp-lokid.pdf1,17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna