en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/40251

Title: 
  • Title is in Spanish Traducción de varios microrrelatos del libro Eros y Afrodita en la minificción
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í eftirfarandi ritgerð sem unnin var til BA-prófs í spænsku voru þýddar úr spænsku á íslensku tólf örsögur úr bókinni Eros y Afrodita en la minificción (Erosi og Afródítu í örsagnaheiminum), sem var gefin út árið 2016 í Mexíkó. Bókin er safn örsagna eftir ýmsa höfunda sem rithöfundurinn Dina Grijalva tók saman. Fjórir höfundar frá Rómönsku Ameríku urðu fyrir valinu, tvær konur, Lilian Elphick og Sandra Bianchi, og tveir karlar, Martín Gardella og hinn þekkti Raúl Brasca, og voru alls þýddar tólf örsögur.
    Til að geta þýtt örsögur líkt og önnur verk, er mikilvægt að þýðandinn hafi gott vald á upprunamáli og markmáli, og þekki vel til menningarheima beggja þjóða. Í ritgerðinni er útskýrt út frá helstu kenningum hvernig best er að nálgast þann texta sem á að þýða.
    Fyrst verður fjallað um hugtakið þýðingu og helstu þýðingarkenningar. Því næst verður rætt um örsögur og erótík og hvernig þessi hugtök tengjast. Eitt aðal einkenni örsagna er notkun þagnarinnar, og hvernig það sem ekki er sagt hefur jafn mikið eða meira vægi en það sem sagt er. Það sama má segja um erótíkina þar sem ímyndunaraflið verður að fylla í eyðurnar.
    Þar á eftir fáum við að kynnast bókinni Eros y Afrodita en la minificción (Erosi og Afródítu í örsagnaheiminum) og höfundum örsagnanna sem urðu fyrir valinu. Í lokin er farið í þau hjálpargögn sem voru notuð við þýðinguna og sjálft þýðingarferlið, vandamálin sem komu upp og hvernig þau voru leist. Þýðingarnar er svo að finna í viðauka ritgerðarinnar.

Accepted: 
  • Jan 5, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40251


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
yfirlýsing_HarpaHalldorsdottir.jpg128,94 kBLockedDeclaration of AccessJPG
BA_HH_4.1.22_SKIL.pdf540,3 kBOpenComplete TextPDFView/Open