Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4026
Þessi ritgerð fjallar um að þróa hentuga aðferð til að auka þekkingu á sérstöðu íslenskra
álvera og rannsaka samkeppnishæfi þeirra.
Notast er við AHP aðferð til að staðsetja Ísland miðað við fjórtán önnur lönd. Byggt er á
eftirfarandi viðmiðum: orka, súrál, aðgengi að kolum, launakostnaður, losun CO2, öryggi á
vinnustað, aðgengi að vinnuafli og aðgengi að mörkuðum. Öll viðmið og valkostir eru
metin með AHP aðferðinni og eru valkostir bornir saman innan hvers viðmiðs. Út frá vægi
viðmiða má reikna heildareinkunn hvers lands. Þá er gerð næmniathugun þar sem vægi
viðmiða er breytt.
Sterkust er staða Íslands hvað varðar orku og losun CO2 auk þess sem staðan er góð hvað
varðar launakostnað og aðgengi að mörkuðum. Aðgengi Íslands að hráefni til álframleiðslu
getur ekki talist gott en það dregur stöðu Íslands niður. Þá er öryggi á vinnustað og aðgengi
að vinnuafli ekki jafn gott á Íslandi og í samanburðarlöndunum.
Í ritgerðinni kemur fram að álframleiðsla á Íslandi hefur ákveðna kosti og galla sem vega
upp á móti hvor öðrum. Niðurstaðan er sú að þegar öll viðmið eru tekin saman lendir
Ísland í sjöunda sæti af þeim fimmtán löndum sem borin eru saman. Verður það að teljast
nokkuð hagstæð niðurstaða fyrir Ísland sem álframleiðanda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sigurdardottir_fixed.pdf | 672,47 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |