Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40261
Fæðingarþunglyndi hefur verið skilgreint sem geðlægðarlota og er tegund þunglyndis sem kemur fram hjá einstaklingum rétt fyrir eða eftir fæðingu barns. Einkenni geta verið geðsveiflur, depurð, kvíði, félagsleg einangrun, áhyggjur af frammistöðu sem foreldri, erfiðleikar með tengslamyndun við barn, skömm og sektarkennd, svo nokkrir hlutir séu nefndir. Ógrynni rannsókna hafa einblínt á fæðingarþunglyndi kvenna, einkenni þess og áhættuþætti, en minna um fæðingarþunglyndi karla. Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á upplifun íslenskra feðra af fæðingarþunglyndi og reynslu þeirra af föðurhlutverkinu. Þá var framkvæmd eigindleg rannsókn haustið 2021 og tekið viðtöl við þrjá feður sem áttu það allir sameiginlegt að hafa upplifað það sem þeir skilgreina sem fæðingarþunglyndi. Fræðileg samantekt og úrvinnsla viðtalanna leiddi í ljós að viðmælendurnir bjuggu að erfiðri reynslu sem litaðist að einhverju leyti af ríkjandi karlmennskuhugmyndum í íslensku samfélagi. Þá voru þeir með fyrirframgefnar hugmyndir og væntingar um föðurhlutverkið sem þeim fannst þeir ekki standa undir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð_GabríelaÓsk_lokaskil.pdf | 443.04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna - undirritað.pdf | 81.35 kB | Lokaður | Yfirlýsing |