is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40262

Titill: 
  • Aðgreining lögfræði og stjórnmála. Lýsing og greining á ágreiningi um ákvæði 22.-25. og 112. gr. tillagna Stjórnlagaráðs með hliðsjón af náttúruréttarkenningu Lon L. Fuller.
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Leitað er svara við þeirri rannsóknarspurningu í hverju efnislegur og hugmyndafræðilegur ágreiningur um tilteknar tillögur Stjórnlagaráðs felist og hvernig hann verði útskýrður. Færð eru rök fyrir þeirri afstöðu að ríkjandi lagakenning íslensks réttar þarfnist endurskoðunar án þess þó að framsæknum lagakenningum sé gengið á hönd. Þar sem náttúruréttarkenning Lon L. Fuller skilgreinir tengsl laga og siðferðis er hún lögð til grundvallar. Ágreiningnum er lýst og hann greindur í þrjá flokka: rök sem leiða af réttarríkinu, rök sem leiða af hinni lagalegu aðferð og pólitísk rök. Rök sem leiða af réttarríkinu og lagalegri aðferð eru skilgreind sem aðal viðfangsefni lögfræðinga sem ættu að vera hlutlausir gagnvart pólitískum rökum. Röksemdafærslur að baki tillögum Stjórnlagaráðs annars vegar og gagnrýni á tillögurnar hins vegar eru bornar saman með tilliti til greiningarinnar í flokkana þrjá og staðsettar á litrófi lagalegra aðferða með hliðsjón af kenningu Brian Z. Tamanaha um mismunandi þykkt réttarríkishugtaka. Lagt er til grundvallar í þessu samhengi að leggja megi að jöfnu hugtökin réttarríki, réttarheimspeki, lagaleg aðferð og afstöðu til siðferðilegs gildis laga. Tvær tilgátur eru prófaðar. Í fyrsta lagi að lögfræðingar gæti ekki alltaf nægilega vel að því að aðgreina pólitískar skoðanir, sínar eða annarra, frá lagalegri röksemdafærslu. Í öðru lagi að tillögur Stjórnlagaráðs og gagnrýnin á þær séu staðsettar á ólíkum svæðum litrófs lagalegra aðferða. Þær byggi m.ö.o. á ólíkum réttarheimspekilegum forsendum. Komist er að þeirri niðurstöðu að báðar tilgáturnar standist skoðun. Útskýringu á ágreiningnum virðist einkum mega finna í muninum á milli venjuhyggju og framsækni.

Styrktaraðili: 
  • Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð (Democratic Constitutional Design)
Samþykkt: 
  • 6.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40262


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerð_loka .pdf2.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing copy.pdf186.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF