Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40272
Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á reynslu kvenna af innri sigrum í starfsendurhæfingu og skoða hvernig áhrifarík starfsendurhæfing hjálpar einstaklingum að komast sterkari út á vinnumarkað á ný.
Í þessari rannsókn er viðfangsefnið að skoða upplifun kvenna af starfsendurhæfingu sem innihélt djúpa innri sjálfsvinnu í kjölfarið á brotthvarfi úr vinnu eða vegna annarra orsaka. Skoðað var hvernig áhrifarík starfsendurhæfing hefur reynst gagnleg í tengslum við hugtök eins og valdeflingu, aukna trú á eigin getu og hvernig starfsferilskenningar í náms- og starfsráðgjöf geta mögulega nýst í slíkri uppbyggingu. Skoðað var jafnframt hvað það var sem nýttist best í áfalla- og sjálfsvinnu viðmælenda.
Rannsóknarniðurstöður leiddu í ljós að árangursrík starfsendurhæfing gerði mikinn gæfumun og urðu miklar jákvæðar breytingar á daglegu lífi kvennanna. Meirhluti viðmælenda upplifði ferli starfsendurhæfingar, sem hófst í kjölfar lífsbruna, örmögnunar og kulnunar í starfi, sem innihaldsríka leið til sjálfsuppbyggingar, þar sem sjálfsstraust jókst og þær öðluðust aukna sjálfsþekkingu. Sjálfsmildi og innri styrkur fékk þýðingarmikið gildi í gegnum mikla sjálfsvinnu í starfsendurhæfingu. Að lokinni starfsendurhæfingu tóku þær með sér verkfæri sem munu hjálpa þeim að virða eigin mörk og styðja við þær í áskorunum lífsins. Seigla kom viðmælendum langt og hafði að öllum líkindum forðað því að kulnunarástand gerði vart við sig fyrr. Áfallasaga viðmælenda var rík og þær sem ögruðu sér og tókust á við gamla drauga upplifðu þyngri og dýpri endurhæfingu sem einnig reyndi á þrautseigju kvennanna.
Öflun gagna fór fram haustið 2021 og er byggð á eigindlegri rannsókn þar sem tekin voru hálfopin einstaklingsviðtöl. Reynsla rannsakanda af starfi við heilsuþjónustu á starfsendurhæfingarsviði ásamt því að rannsakandi hefur sjálf gengið í gegnum starfsendurhæfingu hjá VIRK er kveikjan að þessari rannsókn.
Efnisorð:
Starfsendurhæfing, valdefling, andleg nálgun, áföll, kulnun, sjúkleg þreyta, seigla, lífsörmögnun, Náms- og starfsráðgjöf
Personal triumphs during vocational rehabilitation
Women‘s perception and experience from self examination and self rehabilitation. The aim of this study is to gain insight into the inner triumphs of women during vocational rehabilitation, and to examine how successful vocational rehabilitation enables people to join the work force again with renewed vigor.
The subject of the study is the examination of the experience of women from extensive self-examination as a part of vocational rehabilitation following a withdrawal from the work force, or because of other causes. The focus was on how successful vocational rehabilitation has proven useful in connection with empowerment, a increased self-efficacy, and how vocational theories in the field of educational and vocational guidance can possibly be effective in connection with such rehabilitation. Furthermore, the study is conducted to find which methods have been proven useful in overcoming trauma and increasing self-efficacy among the participants. The study revealed that a successful vocational rehabilitation had a considerable positive impact and resulted in extensive positive changes in the everyday life of the participants. Most of them experienced the vocational rehabilitation in the wake of a burnout or collapse, either personal, vocational or combination of the two, as a meaningful path to self-rehabilitation, with added confidence and greater self-knowledge. Leniency towards oneself and inner strength gained greater importance following an intensive self-examination as a part of vocational rehabilitation. At the end of the vocational rehabilitation the participants possessed the necessary tools for setting and maintaining clear boundaries for themselves and for support in dealing with the challenges life poses. The resilience of the participants served them well and probably delayed burnout considerably. They had history of varied and severe emotional trauma and those who confronted their past, experienced deeper and more fulfilling vocational rehabilitation, which also tested the women's perseverance. The data for the study were gathered during the fall of 2021 and is based on a qualitative study where semi-structured individual interviews were conducted. The idea for this study arose from the researcher’s own experience of employment within health services in the field of vocational rehabilitation, as well as having herself gone through vocational rehabilitation at VIRK (e. active participant), a public vocational rehabilitation foundation in Iceland
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf | 2,03 MB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
NSR441L_MAverkefni_BerglindElvaTryggvadottir_lokaskil_5_januar2022_lokautgafa.pdf | 1,08 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |