is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40279

Titill: 
 • Efndahindranir á tímum Covid-19
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Efnahindranir á tímum Covid-19
  Snemma árs 2020 stóð heimsbyggðin frammi fyrir ógn, af völdum kórónuveirunnar Covid-19, sem átti eftir að hafa umtalsverð áhrif á öll mannleg samfélög. Við þetta skapaðist fordæmalaust ástand og yfirvöld ríkja heims brugðust við með umfangsmiklum aðgerðum eins og samkomutakmörkunum, lokun landamæra og stöðvun samgangna. Leiddi þetta til þess að sumir atvinnurekendur stóðu frammi fyrir algjöru tekjufalli. Í ritgerðinni er sjónum beint að réttarreglum sem haft geta áhrif í tengslum við efndir samninga vegna Covid-19. Fyrst má nefna ólögfestu regluna um force majeure, sem getur haft tímabundin áhrif á réttarstöðu samningsaðila þannig að skyldur þeirra falla tímabundið niður. Þótt reglan komi vissulega til skoðunar í tengslum við Covid-19 svarar hún því einungis með takmörkuðum hætti hvernig fer um uppgjör aðila þegar upp koma force majeure atvik. Reglan tekur þannig ekki á réttaráhrifum til lengri tíma og leysir ekki nema að hluta úr áleitnum spurningum í tengslum við t.d. viðvarandi samninga. Þó er ljóst að sjónarmið að baki reglunni geta haft veigamikil áhrif þegar til greina kemur að beita ógildingarreglum samningaréttar, en að mati höfundar er beiting force majeure ásamt 36. gr. sml. í mörgum tilfellum nærtækasti kosturinn til að leiða til lykta ágreining um efndahindranir á tímum Covid-19. Reglur um stjórnunarábyrgð geta leitt til brottfalls efndaskyldna á meðan hindrun varir en þær afmarkast við ákveðin réttarsvið og verður því að jafnaði ekki beitt sem almennri reglu. Þá er reglunni um brostnar forsendur sá þröngi stakkur skorinn að hún leiðir einungis til ógildingar í heild eða að hluta, en ekki breytinga á ákvæðum samnings. Reglan getur þó átt við í mörgum tilvikum. Beðið er eftir niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-2261/2020 og þá einkum dómi Hæstaréttar. Mikilvægt er að niðurstaða Hæstaréttar svari því með fordæmisgefandi og almennum hætti hvernig leysa ber úr samningsbrotamálum á tímum Covid-19.

 • Útdráttur er á ensku

  Impossibility of performance during Covid-19
  In early 2020, the world met with threatening coronavirus Covid-19, which would have a significant impact on all human societies. This created an unprecedented situation and the authorities around the world's responded with extensive measures such as lockdown and closing of borders and transportation. As a result, industries would often face a complete drop in income. The dissertation focuses on the few legal doctrine that may have an effect in connection with the performance of contracts due to Covid-19. The first is the unconstitutional rule of force majeure, which can have a temporary effect on party´s contractual position so that their obligations are temporarily canceled. Although the rule will certainly be examined in connection with Covid-19, it will only answer in a limited way how the parties' settlement occurs in these events. The rule thus does not address long-term legal effects and only partially resolves pressing questions in connection with e.g. ongoing contracts. However, it is clear that the considerations behind the force majeure doctrine have a significant effect when it comes to applying the invalidation rules of contract law, but in the author's opinion the application of force majeure, together with relevant statue, in many cases may be the most immediate option to resolve disputes over performance disputes in the era of Covid-19. Rules on liability can lead to the waiver of performance obligations for the duration of the impediment, but they are limited to certain areas of law and will therefore generally not be applied as a general rule. The frustration of purpose doctrine is also narrow so that it only leads to dissolvement in whole or in part, and not to changes in the provisions of the agreement. However, the rule can apply in many cases. A much sought after decision is due for District Court in case no. E-2261/2020 and in particular the judgment of the Supreme Court. It is important that the conclusion of the Supreme Court answers in an exemplary and general way how to resolve infringement cases in the time of Covid-19.

Samþykkt: 
 • 6.1.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40279


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EFNDAHINDRANIR.pdf956.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
haukurbeidni.pdf430.34 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna