Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40280
Evrópusambandið (ESB) og Evrópska Efnahagssvæðið (EES) deila því markmiði að viðhalda sameiginlegum, innri markaði. Á það einnig við um fjórfrelsið svokallaða, þ.e. frjálst flæði vöru, fjármagns, þjónustu og einstaklinga. Evrópudómstóllinn hefur mótað lög aðildarríkjanna í gegnum dóma sem fallið hafa í málum er varða fjórfrelsið. Það á einnig við um innlend skattalög aðildarríkjanna, jafnvel þó að rétturinn til skattlagningar einstaklinga sé alfarið hjá aðildarríkjunum og formlega séð utan valdsviðs ESB og EES. Vegna þessara áhrifa Evrópudómstólsins á innlenda skattalöggjöf aðildarríkjanna, er áhugavert og mikilvægt að reifa dóma sem fallið hafa í málum er varða fjórfrelsi og innlendar skattalöggjafir með það að markmiði að rannsaka þróun þeirra og mögulega stefnu dómstólsins.
Í þessari ritgerð eru rúmlega þrjátíu dómar, er varða frjálsa för einstaklinga og tap á skattaívilnunum, reifaðir og útkomur þessara mála skoðaðar. Markmið ritgerðarinnar er að svara þeirri spurningu hvort ákvörðunarréttur aðildarríkjanna sé að skerðast í auknum mæli þegar kemur að innlendri skattalöggjöf.
Rannsóknin sýnir að 77% dómanna sem skoðaðir eru staðfesta að sú innlenda löggjöf sem til skoðunar er, falli ekki að markmiðum og löggjöf ESB/EES. Tölfræðileg athugun bendir einnig til að þau mál sem falla aðildarríkjunum í vil virðast hafa mjög lítið fordæmisgildi þar sem til þeirra er ekki vísað í seinni dómum. Niðurstaða ritgerðarinnar er því sú, að ákvörðunarréttur aðildarríkjanna er að skerðast í auknum mæli, þ.e. ESB/EES hafa þannig áhrif á innlenda löggjöf á málefnasviði sem fellur ekki innan löggjafaréttar þeirra samninga. Í málum þar sem fleiri en tvö aðildarríki koma við sögu, virðist sambandið vera að leggja nýjar línur þegar kemur að skattamálum einstaklinga og er þar átt við dreifingu ábyrgðar á úthlutun skattaívilnana í réttu hlutfalli við tekjur einstaklingsins í hverju ríki af heildartekjum hans.
The European Union (EU) and the European Economic Area (EEA) share the objective of the common, internal market. This includes the four fundamental freedoms, i.e. the free movement of goods, capital, services, and persons. The Court of Justice of the European Union (CJEU) has shaped the national legislations of the Member States, by its interpretation of EU law. This includes tax legislations, despite the fact that taxation powers remain with the Member States and outside the Union’s competences. Due to the substantial influence of the CJEU rulings on Member States’ national tax legislations, it is of great interest and importance to review these judgments, with the aim of examining their development and identifying possible trends.
This thesis will analyse and discuss over thirty cases concerning freedom of movement of persons and loss of tax advantages, reviewing and comparing their outcome to answer the question of whether or not the margin of appreciation of the Member States in their internal taxation legislations is getting narrower.
The findings of this thesis are that 77% of the cases analysed confirm that the national tax legislation is non-compliant with Union law. Statistical analysis further indicates that the remaining 23% of the cases, which were ruled in favour of the Member States, seem to have very limited precedential value, as they are not cited in subsequent cases. The conclusion is that the margin of appreciation is getting narrower, i.e. the Union is influencing national legislations in a policy area outside of its competences. In cases where more than two Member States are involved, the Union appears to be setting a new, anticipated course with a fractional taxation approach. Member States can thus be expected to grant tax advantages in direct proportion to the income earned in the state to the total income of the taxpayer.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML in Law.pdf | 1.46 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |