is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40282

Titill: 
 • Reglur FIFA um uppeldis- og samstöðubætur vegna alþjóðlegra félagaskipta knattspyrnumanna : með hliðsjón af íslenskri knattspyrnu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á reglur FIFA um uppeldis- og samstöðubætur vegna alþjóðlegra félagaskipta knattspyrnumanna. Hér er uppruni, orðalag og notagildi reglnanna skoðað með hliðsjón af íslenskri knattspyrnu. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru eftirfarandi.
  Í fyrsta lagi hafa reglurnar þann sameiginlega tilgang að hvetja félög til þess að leggja fjármagn og metnað í þjálfun ungra leikmanna. Þó er ýmis munur á þeim, en uppeldisbætur eru greiddar vegna samningsbundinna og samningslausra leikmanna 23 ára og yngri, en samstöðubætur eru eingöngu greiddar vegna samningsbundinna leikmanna og eru óháðar aldri þeirra. Þá eru uppeldisbætur aðeins greiddar vegna félagaskipta milli landa, en samstöðubætur geta við ákveðnar kringumstæður komið til greiðslu vegna félagaskipta innanlands. Auk þess gilda samstöðubótareglurnar bæði innan karla- og kvennaknattspyrnu, en uppeldisbætur eru aðeins greiddar vegna félagaskipta í karlaknattspyrnu.
  Í öðru lagi hafa úrskurðaraðilarnir Dispute Resolution Chamber (DRC) og Court of Arbitration for Sport (CAS) gegnt veigamiklu hlutverki við túlkun og mótun reglnanna. Þeir hafa til dæmis slegið því föstu að félag sem fær leikmann á láni og sinnir því þjálfun og menntun hans á meðan á lánstímanum stendur, eigi almennt rétt á uppeldis- og samstöðubótum í samræmi við þann tíma.
  Í þriðja lagi eru uppeldisbætur sjaldan eða aldrei greiddar til íslenskra félaga vegna félagaskipta íslenskra leikmanna. Reglurnar eiga mun frekar við um félagaskipti erlendra leikmanna til Íslands. Félagaskipti Gilson Correia og Frederico Saraiva hafa sýnt mikilvægi þess að félög hafi vaðið fyrir neðan sig er þau semja við erlenda leikmenn 23 ára og yngri. Samstöðubótagreiðslur geta hlaupið á tugum milljóna króna og hljóta því að skipta verulegu máli fyrir íslensk félagslið. Þá er brýn þörf á að félög séu meðvituð um þann tveggja ára fyrningartíma sem gildir um kröfur vegna uppeldis- og samstöðubóta. Enn fremur er nauðsynlegt að lögð sé meiri áherslu á fræðslu um reglunnar innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar.
  Loks í fjórða lagi eru kostir reglna um uppeldisbætur fólgnir í því að þær verja smærri félög fyrir ágangi stærri félaga. Kostir samstöðubóta endurspeglast í því að reglurnar búa til fjárhagslegan hvata til þjálfunar og menntunar ungra leikmanna. Hins vegar eru ókostir uppeldisbótakerfisins einna helst þeir að að flokkunarkerfi FIFA gefur ekki raunverulega mynd af þjálfunarkostnaði félaga. Að sama skapi eru annmarkar samstöðubótakerfisins fólgnir í því að reglurnar auka ekki á fullnægjandi hátt samkeppnisjafnvægi, m.a. vegna þess að hlutfall samstöðubóta af félagaskiptagjaldi er fremur lágt. Þá er gegnsæi vegna félagaskipta uppalinna leikmanna af skornum skammti, enda þurfa uppeldisfélög oft að ganga á eftir erlendum félögum vegna greiðslu samstöðubóta og/eða upplýsinga um heildarfjárhæð félagaskiptagjalds. Af rannsóknarvinnu höfundar er dregin sú ályktun að rök standi til þess að reglurnar um uppeldis- og samstöðubætur verði rækilega endurskoðaðar í því skyni að bæta úr ágöllum þeirra.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of the thesis is to provide a thorough analysis of FIFA’s existing training compensation and solidarity mechanism for international transfers of football players. It will explore the origin, wording, and applicability of the rules with regard to Icelandic football. The main conclusions of the dissertation are as follows.
  Firstly, the rules have the common purpose of encouraging clubs to invest in the training of young players. However, there are differences between them; training compensation is paid for contracted and non-contracted players aged 23 years and younger, while solidarity contribution is paid for contracted players regardless of their age. Furthermore, training compensation is only due because of transfers between countries, while solidarity contribution applies in certain circumstances because of domestic transfers. In addition, the rules on solidarity contribution apply in both men’s and women’s football, while training compensation is only due for men's football.
  Secondly, the Dispute Resolution Chamber (DRC) and the Court of Arbitration for Sports (CAS) have played vital roles in interpreting and formulating the rules. They have, for instance, established that a club that gets a player on loan thereby providing his training and education during the loan period, is in principle, entitled to training compensation and solidarity contribution for that period.
  Thirdly, training compensation is seldom if ever paid to Icelandic clubs due to transfers of Icelandic players. The rules apply much rather to the transfers of foreign players to Iceland. The transfers of Gilson Correia and Frederico Saraiva have clearly shown the importance of clubs being cautious when signing foreign players aged 23 and younger. Solidarity contribution can run into hundreds of thousands of Euros, with this high amount indicating their importance to Icelandic clubs. There is also an urgent need for clubs to be aware of the two-year limitation period that applies to claims for training compensation and solidarity contribution. Furthermore, it is indispensable that more emphasis is put on educating the clubs about the rules within the Icelandic football movement.
  Finally, the advantages of rules for training compensation lie in the fact that they protect smaller clubs from the intrusion of larger clubs. The advantages of the solidarity contribution are reflected in the fact that the rules create a financial incentive for the training and education of young players. However, the main disadvantage of the training compensation scheme is that FIFA’s categorization system does not accurately reflect the training costs of clubs. At the same time, the shortcomings of the solidarity mechanism lie in the fact that the rules are not sufficiently increasing the balance of competition, for example, because the ratio of solidarity contribution to transfer fee is relatively low. From the author’s research work, it is concluded that there are valid reasons for the rules on training compensation and solidarity contribution to be thoroughly revised in order to remedy their shortcomings.

Samþykkt: 
 • 6.1.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40282


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2021.birgirolafur.ML.ritgerð.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna