Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/40288
Bakgrunnur: Meirihluti sjúklinga hefur minningar frá gjörgæsludvöl sem geta enn verið til staðar tveimur árum eftir útskrift þaðan. Sýnt hefur verið fram á tengsl minninga og einkenna kvíða, þunglyndis, áfallastreituröskunar og heilsutengdra lífsgæða eftir útskrift af gjörgæslu en langvarandi tengsl eru lítt rannsökuð.
Markmið: Að mæla magn og tegund minninga, tíðni sálrænna einkenna (kvíði, þunglyndi, áfallastreituröskun) og heilsutengd lífsgæði sjúklinga tveimur árum eftir útskrift af gjörgæslu og greina innihald truflandi minninga. Jafnframt að bera saman sálræn einkenni og heilsutengd lífsgæði sjúklinga með og án minninga/truflandi minninga.
Aðferð: Blönduð aðferð með margprófunarsniði. Gögnum var safnað á tímabilinu 2012 til 2017 frá sjúklingum 18 ára og eldri tveimur árum eftir útskrift af gjörgæslu. Minningar (ICUM), sálræn einkenni (HADS, IES-R) og heilsutengd lífsgæði (SF-36v2) voru mæld með spurningalista. Innihald truflandi minninga fékkst með opinni skriflegri spurningu. Lýsandi tölfræði og tilgátuprófum var beitt við samanburð auk efnisgreiningar á truflandi minningum.
Niðurstöður: Alls svöruðu 75 sjúklingar spurningalistanum og reyndist tíðni einkenna áfallastreitu-röskunar vera 31% (21/68), kvíða 17% (12/70) og þunglyndis 17% (12/70). Heilsutengd lífsgæði voru undir meðallagi samanborið við almennt þýði. Það voru 76% (57/75) sjúklinga sem svöruðu skriflegri spurningu um truflandi minningu en 22 þeirra (39%) höfðu truflandi minningu. Hjá meirihluta sjúklinganna 22ja voru truflandi minningar byggðar á raunverulegum atburðum á gjörgæslu. Sjúklingar með truflandi minningu (n=22) höfðu marktækt verri sálræn einkenni (p≤0,001), sálrænt heilsufar (p=0,007) og líkamlegt heilsufar (p=0,04), samanborið við sjúklinga sem höfðu ekki truflandi minningu (n=35).
Ályktanir: Langvarandi áhrif minninga frá gjörgæsludvöl á sálræn einkenni og lífsgæði virðist ekki háð magni og/eða tegund minninga heldur upplifun einstaklings af atburðum úr dvölinni. Áhersla skal lögð á að lágmarka óþægindi og áhrif streituvalda meðal sjúklinga á gjörgæslu.
Background:The majority of intensive care patients have memories from their stay two years after discharge. Memories have been associated with symptoms of post-traumatic stress disorder, anxiety, depression and health-related quality of life post intensive care. However, long-term associations are less known.
Aims: To measure and describe patient’s memories of intensive care, prevalence of psychological symptoms (post-traumatic stress disorder, anxiety, depression) and health related quality of life two years after discharge from intensive care and describe disturbing memories from intensive care. Also, to compare psychological symptoms and health related quality of life between patients with and without memories/disturbing memories.
Method: A concurrent mixed methods research design. Data obtained between 2012 and 2017 from patients 18 years and older two years after discharge from intensive care. Memories (ICU-MT), psychological symptoms (HADS, IES-R) and health related quality of life (SF-36v2) were measured using a questionnaire. The content of disturbing memories was obtained with an open-ended written question. Descriptive statistics and hypothesis tests were used to compare means and qualitative content analysis for disturbing memories.
Results: A total of 75 patients answered the questionnaire and the incidence of post-traumatic stress disorder was 31% (21/68), 17% anxiety (12/70) and 17% depression (12/70). Health-related quality of life was below average compared to the general population. 76% (57/75) of patients answered the open-ended question about a disturbing memory, although only 22 answers (39%) counted as disturbing memories. Most of the 22 written responses were based on factual events from the intensive care unit. Patients with disturbing memories had significantly worse psychological symptoms (p≤0.001), mental health (p=0.007) and physical health (p=0.04), compared to patients without disturbing memories (n=35).
Conclusions: The long-term effects of memories from intensive care on psychological symptoms and quality of life do not seem to depend on the amount and/or type of memories but on the individual's experience of the event. Emphasis should be placed on minimizing discomfort and stressful events among patients in intensive care.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
SST_MSritgerð.pdf | 1.19 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
SST_Yfirlysingskemman.pdf | 226.84 kB | Locked | Declaration of Access |