is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40289

Titill: 
  • Alþjóðleg skattasniðganga: Með sérstakri áherslu á samningsverslun
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Síðastliðin ár hafa alþjóðleg skattavandamál tengd skattasniðgöngu og skattsvikum verið áberandi í umræðunni hérlendis svo og erlendis. Sérstök athygli hefur beinst að því að fjölþjóðleg fyrirtæki hafa nýtt sér „glufur“ eða misræmi í alþjóðlegu kerfi skattalaga í því skyni að lækka skattgreiðslur sínar. Slíkar ráðstafnir skattaðila geta verið af ýmsum toga t.a.m. falist í því að koma fjármunum sínum fyrir á lágskattasvæðum eða -ríkjum. Í kjölfarið hafa miklar framfarir átt sér stað í alþjóðlegu samstarfi ríkja í skattamálum. Afrakstur slíks samstarfs er t.d. svokölluð BEPS-aðgerðaáætlun sem er ætlað að sporna gegn tilfærslu og rýrnun skattstofna. Aðgerð 6 í BEPS-aðgerðaáætluninni beinist að samningsverslun, sem er ráðstöfun skattaðila sem felst í að misnota tvísköttunarsamninga sem ríki hafa gert sín á milli. Í aðgerðaáætluninni er að finna úrræði sem ríki geta gripið til gegn slíkri skattasniðgöngu. Þessar tillögur fela m.a. í sér innleiðingu almennrar skattasniðgöngureglu (PPT-reglu) eða sérhæfðari skattasniðgöngureglur (LOB-reglur) í tvísköttunarsamninga. Í ritgerð þessari mun höfundur kanna hvaða leið er hagstæðust fyrir íslensk stjórnvöld til að vinna gegn samningsverslun.

Samþykkt: 
  • 6.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40289


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing_svava.pdf824.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF
alþ.skattas.samningsverslun.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna