is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40297

Titill: 
  • "Þetta var bara eins og að mæta á nýjan vinnustað": Mat á vaktakerfisbreytingu Norðuráls með aðferðum straumlínustjórnunar
  • Titill er á ensku "It was just like coming to a new place of work": Assessment of Norðurál's shift system change using Lean management methods
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Það er engin ein rétt leið við skipulagningu og innleiðingu nýs vaktakerfis. Með því að taka ákveðna árangursþætti inn í myndina eru hins vegar auknar líkur á því að innleiðingin verði árangursrík út frá öllum hliðum verkefnisins. Innan stórrar skipulagsheildar þarf að huga að mörgu við umbreytingar. Rannsóknin miðar að því að gera mat á vaktakerfisbreytingu Norðuráls með tilliti til verkferla og verkflæðis í kerskála með aðferðum straumlínustjórnunar. Við greiningu sóunar innan kerskála eftir breytingarnar var meðal annars stuðst við aðferðir VSM til hliðsjónar sem innblástur, Kaizen, fimm af hverju og fimm hvernig, 6S og A3 skýrslu og lagðar fram tillögur að umbótum. Sett var upp skráningarform þar sem tilgreind er sóun innan verkferla í kerskála og gert grein fyrir mikilvægi þess. Einnig var þáverandi og núverandi vinnuskipulag skoðað með tilliti til þess hvernig auka mætti vinnuflæði. Sem innlegg í rannsóknina var kannað hvernig reynsla starfsfólks og stjórnenda var af breytingunum.
    Rannsóknin byggir á blandaðri aðferðafræði þar sem stuðst er við fyrirliggjandi gögn, þátttökuathugun og hálfstöðluð viðtöl við eftirfarandi 11 einstaklinga: framleiðslustarfsfólk, liðstjóra, vaktstjóra og stjórnendur sem komu með beinum hætti að breytingunum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós ánægju meðal starfsmanna hvað varðar átta tíma vaktafyrirkomulagið, þrátt fyrir erfiðleika hvað varðar stuttu skiptin. Vaktafríin nýtast betur en áður og fólk er ánægðara með styttri vaktir sem gerir vinnuálagið bærilegra. Þegar litið er til innleiðingar á vaktakerfinu leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós árangursríkt verkefni hvað varðar harða nálgun verkefnastjórnunar þar sem tæknilegar hliðar verkefnisins gengu hnökralaust. Vankantar voru á mjúkri nálgun verkefnisins, þar með skortur á upplýsingaflæði til hagaðila eins og framleiðslustarfsfólks og þá sem breytingarnar snertu hvað mest. Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós ákveðna vöntun á heildaryfirsýn og skilvirkni við framkvæmd ýmissa verkefna, meðal annars vegna minna svigrúms og aðlögunarferlis á breyttu vaktafyrirkomulagi.

Samþykkt: 
  • 7.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40297


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman - Yfirlýsing.pdf211.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaverkefni FINAL - Ragnheiður Ásta.pdf2.06 MBLokaður til...19.02.2024HeildartextiPDF

Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í 2 ár.