Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40299
Ritgerð þessi fjallar um samspil og núninginn á milli bálkakeðjutækninnar annars vegar og persónuverndarreglugerðar nr. 2016/679 hins vegar. Bálkakeðjur eru flókið tæknilegt fyrirbæri sem flestir þekkja í tengslum við Bitcoin rafmyntina. Í eðli sínu eru bálkakeðjur valddreifðar og skrá þeirra er varanleg, viðvarandi og stöðugt í skrifum. Þessir tilteknu eiginleikar, ásamt öðrum, vekja upp spurningar um það hvort bálkakeðjum takist að uppfylla ákvæði persónuverndarreglugerðarinnar þegar persónuupplýsingar rata inn í þær. Ljóst er að mikil spenna er á milli eiginleika bálkakeðja og ýmissa ákvæða reglugerðarinnar. Það má m.a. sjá í því að bálkakeðjur leggja upp úr því að hafa ekkert miðstýrt vald sem ber ábyrgð og á móti leggur reglugerðin upp úr því að það sé tiltekin ábyrgðaraðili sem ber höfuðábyrgðina á vinnslu persónuupplýsingum. Þá er einnig mikil togstreita á milli þess eiginleika bálkakeðja að hún á að vera óbreytanleg og síðan réttindi skráðra einstaklinga um að fá persónuupplýsingar sínar leiðréttar eða þeim eytt.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Meistararitgerd_anna_maria_balkakedjur_personuvernd.pdf | 818,48 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Skemman_yfirlysing.pdf | 189,97 kB | Lokaður | Yfirlýsing |