is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40302

Titill: 
 • Áhrif hermiþjálfunar hjúkrunarfræðinga í meðferð sjúklinga á hjarta- og lungnavél Kerfisbundin fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku The effect of simulation training for nurses in ECMO treatment of patients A systematic review
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakrunnur: Meðferð með hjarta og lungnavél er krefjandi og hefur tilfellum farið fjölgandi hér á landi. Þjálfun hjúkrunarfræðinga er mikilvæg til að tryggja öryggi sjúklinga. Búnaður til kennslu er til staðar en hefur ekki verið nýttur til þjálfunar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga.
  Markmið: Meta hvort hermiþjálfun er árangursrík kennsluaðferð fyrir gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem hjúkra sjúklingum á hjarta- og lungnavél til að efla þekkingu, öryggi og færni þeirra.
  Aðferð: Kerfisbundin fræðileg samantekt. Heimildaleit fór fram í þremur gagnagrunnum, Pubmed, Web of Science og Scopus. Inntökuskilyrði fyrir valdar rannsóknir voru þau að þær fjölluðu um hermiþjálfun hjúkunarfræðinga á hjarta- og lungnavél og væru yngri en tíu ára. Leitarorð voru: ECMO, simulation, nurse, icu, crisis, troubleshoot og nursing.
  Niðurstöður: Samantektin byggði á átta rannsóknum og mátu langflestar þeirra stöðuna fyrir og eftir herminámskeið. Þær rannsóknir sem skoðuðu þekkingu sýndu fram á að þekking þátttakenda jókst eftir hermiþjálfun. Meðal annars jókst þekking á tækjabúnaði eins og að þekkja vélina, virkni hennar, ábendingar fyrir meðferð og viðbrögð í neyð. Færri bættu við þekkingu sína varðandi lífeðlisfræði meðferðar. Sjálfsöryggi þátttakenda jókst töluvert sem lýsti sér í því að vera öruggari við umönnun sjúklinga á hjarta- og lungnavél. Færni þátttakenda jókst sem meðal annars kom fram í því að tíminn sem fór í að skipta um súrefnisgjafa styttist um 1,4 mínútu og tíminn til að meðhöndla neyðarástand vegna storku í kerfi styttist um 7 mínútur. Áhrif hermiþjálfunar komu að jafnaði betur út meðal þeirra sem höfðu meira en eins árs reynslu í starfi miðað við styttri reynslu. Það voru 86-100% þátttakenda sem fannst hermiþjálfun áhrifarík kennsluaðferð til að efla þekkingu og færni.
  Ályktanir: Hermiþjálfun er árangursrík kennsluaðferð. Mikil þörf er á að innleiða hermiþjálfun fyrir gjörgæsluhjúkrunarfræðingar í meðferð sjúklinga á hjarta- og lungnavél á Landspítala.
  Lykilorð: Hermiþjálfun, gjörgæsluhjúkrunarfræðingar, hjarta- og lungnavél, öryggi sjúklinga.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Treatment with extra corporeal membrane oxygenation (ECMO) is demanding and cases have been increasing in Iceland. Training of nurses is an important factor to secure patient safety. The facilities are available but limited training opportunities are offered for Icelandic nurses in intensive care.
  Aim: To evaluate whether simulation training is a successful teaching method, for intensive care nurses who care for patients in ECMO therapy, to increase knowledge, safety and skills, in critical ECMO situations.
  Method: Systematic review. Search for studies was performed through three databases: PubMed, Web of science and Scopus. Inclusion criteria of selected studies where ECMO simulation training for nurses and studies published within ten years. The search terms were ECMO, simulation, nurse, icu, crisis, troubleshoot and nursing.
  Results: The review was based on eight studies and most of them evaluated the situation before and after ECMO simulation training. The studies that focused on participants knowledge showed that with simulation training the knowledge increased. Demonstrating among other things greater knowledge of the machinery such as understanding how it works, its capacity, indications for treatment and how to respond to emergency. But less participants increased their knowledge regarding the physiology of the therapy. Self-confidence of participants increased considerably which reflected in better patients care in ECMO. Participants showed increased skills for example by reducing the time of replacing the oxygenator by 1.4 minutes and the time in emergency situations when there was clotting in the system took around 7 minutes less than before. Simulation training had better outcomes for those who had more than one year of clinical experience compared to those with shorter experience. There were 86-100% participants who found the simulation training a powerful teaching method for promoting knowledge and skills.
  Conclusions: Simulation training is an effective training method, The National University Hospital in Iceland is in great need for simulation training for nurses in intensive care in ECMO treatment of patients.
  Keywords: Simulation training, intensive care nurses, ECMO, patient safety.

Samþykkt: 
 • 7.1.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40302


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásdís B. Jóhannsdóttir. Meistaraverkefni 2022.pdf1.08 MBLokaður til...31.01.2024HeildartextiPDF
yfirlýsing lokaverkefni.pdf241.13 kBLokaðurYfirlýsingPDF