Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/40305
Í kjölfar fjármálahrunsins 2008 stóðu íslensk stjórnvöld frammi fyrir þeim mikla vanda að meta virði þess að halda greiðslumiðlun gangandi í landinu. Ríkissjóður stofnaði nýjar bankastofnanir á grunni þeirra föllnu og viðhélt þar með virkri bankastarfsemi í landinu. Frá fjármálahruninu hefur ríkissjóður lengst af átt og rekið stærstu viðskiptabanka landsins. Þrátt fyrir lítinn áhuga íslenskra stjórnvalda á að eignast þá á árunum eftir hrun hefur hins vegar gengið hægt að losa um eignarhald ríkisins í þeim. Skiptar skoðanir hafa verið um aðkomu ríkisins að rekstri bankanna, enda er heilbrigður rekstur þeirra mikilvægur fyrir vöxt og framþróun hagkerfisins. Í dag fer ríkið enn með eignarhald í tveim af þrem stærstu viðskiptabönkum landsins. Fer það með allan eignarhlut í Landsbankanum og meirihluta í Íslandsbanka. Nýlega var hafið að losa um eignarhald ríkisins í Íslandsbanka, með útboði bankans á markað.
Markmið þessar ritgerðar er að leita mögulegra skýringa á því hve ógreiðlega hefur gengið að ljúka endurskipulagningu bankakerfisins hér á landi með sölu ríkisins á hlut sínum í viðskiptabönkunum. Litið verður sérstaklega til endurreisnar íslenska bankakerfisins til samanburðar við endurreisnar Breta, Hollendinga og Íra á þarlendum bönkum. Fjallað verður sérstaklega um forsögu íslensku bankanna og endurreisn bankakerfisins eftir fjármálahrunið 2008. Þá verður einnig litið til hagkvæmni hagkerfisins út frá eignarhaldi ríkis og markaðar á fjármálastofnunum. Gert verður grein fyrir raunrannsóknum sem gerðar hafa verið á mismunandi eignarhaldi og varpað verður fram kostnaði og ábata af þjóðhagslegum áhrifum mismunandi eignarhalds bankastofnana. Jafnframt verða skoðaðar kenningar atferlishagfræðinnar og mögulegar skýringar þeirra á mannlegu eðli og áhrifa þess á sölu bankanna.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Scan1990.pdf | 206.64 kB | Locked | Declaration of Access | ||
Hjörvar Blær Guðmundsson (1510982909). leiðrétt.pdf | 579.49 kB | Open | Complete Text | View/Open |