en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/40308

Title: 
 • Title is in Icelandic „Maður hefur mikið vald“. Upplifun mannauðsstjóra af eigin valdi í stefnumótunarvinnu tæknifyrirtækja
Degree: 
 • Bachelor's
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið rannsóknarinnar „Maður hefur mikið vald" - Upplifun mannauðsstjóra af eigin valdi í stefnumótunarvinnu tæknifyrirtækja“ var að komast að því hvort að mannauðsstjórar í tæknifyrirtækjum hér á landi upplifi sig með vald þegar það kemur að stefnumótunarvinnu og almennum ákvörðunum sem snúa að stefnumótun fyrirtækisins. Vonast er til þess að niðurstöður rannsóknarinnar gefi betri innsýn og skilning á hlutverki mannauðsstjóra í þeim fyrirtækjum sem rannsóknin nær til og einnig almennt.
  Rannsóknarspurningin var „Hver er upplifun mannauðsstjóra af eigin valdi í stefnumótunarvinnu tæknifyrirtækja?“ og til þess að leita svara við henni var notuð eigindleg rannsóknaraðferð þar sem stuðst var við fyrirbærafræðilegt sjónarhorn með áherslu á reynslu og upplifun þátttakenda. Slík nálgun snýst um að rannsaka, greina, svör viðmælenda með opnum huga og komast að ákveðnum kjarna (e. essence) sem endurspeglar upplifun viðmælenda (Creswell, 2007). Það voru tekin sex viðtöl við mannauðsstjóra í íslenskum tæknifyrirtækjum. Lykilhugtök rannsóknarinnar voru: Mannauðsstjórnun, stefnumótun, vald, upplýsingamiðlun og samskipti. Þessi sömu lykilhugtök voru notuð í greiningarferlinu og þau þemu sem komu í ljós voru: Virk þátttaka, gagnkvæmt traust og hlustun, samskiptaforritið „Workplace“ er áhrifamikið og samskiptahæfni er lykilatriði.
  Viðtölin voru greind með fyrirbærafræðilegri aðferð og með greiningunni kom kjarninn í ljós: Vald er áunnið.
  Niðurstöður benda til þess að mannauðsstjórar upplifi sig með áunnið vald þegar kemur að vinnu við stefnumótun og framfylgd hennar. Að þeirra mati eru bein samskipti við starfsfólk og stjórnendur, samskiptamiðlar, samtöl og fundir, lykilþættir í því hvernig mannauðsstjórar beita því valdi sem þeir telja sig hafa.

Accepted: 
 • Jan 7, 2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40308


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bsritgerd- lokadrög22.pdf479.29 kBLocked Until...2025/01/01Complete TextPDF
yfirlysing.pdf149.22 kBLockedDeclaration of AccessPDF