is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40317

Titill: 
  • "Það er sorglegt og fallegt að vera manneskja": Um leikrit Antons Tjsekhov
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A.-prófs í almennri bókmenntafræði. Í henni er fjallað um Anton Tsjekhov og fjögur af þekktustu leikritum hans; Mávinn, Vanja frænda, Þrjár systur og Kirsuberjagarðinn sem komu út á átta ára tímabili frá 1896-1904. Ævihlaup Tsjekhovs er rakið og starfsferill hans og lífsskoðanir settar í samhengi við leikverkin sem hér eru til umfjöllunar. Sagt er frá evrópskri leikhúshefð, sérstaklega rússneskri, og lagt er til að leikverk Tsjekhovs séu dæmi um natúralísk leikverk. Leitast er við að greina höfundareinkenni Tsjekhovs sem rithöfundar og að varpa ljósi á það í hverju þessi einkenni felast með því að skoða persónusköpun hans og samtalstækni. Hún birtist í verkunum til dæmis með einræðum sem tjá tilfinningar persóna, trúverðugu talmáli þar sem persónur hugsa sig um og hika við að tala hreint út og með þögnum sem eiga sér stað inann samtala. Einnig er leitast við að greina meginþemu verkanna og má þar nefna óendurgoldnar ástir, vanmátt gagnvart örlögunum og vanhæfni til láta drauma sína rætast.

Samþykkt: 
  • 7.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40317


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Julia_Aradottir_Um_leikrit_Antons_Tjskehov.pdf408,64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skönnun.pdf396,61 kBLokaðurYfirlýsingPDF