is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4032

Titill: 
  • Áhrifaþættir starfsánægju framhaldsskólakennara á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvaða þættir hafa áhrif á starfsánægju framhaldsskólakennara á Íslandi og einnig er leitast við að skilgreina einkenni þessara þátta. Í þessari eigindlegu rannsókn voru tekin viðtöl við tólf framhaldsskólakennara úr þremur skólum.
    Niðurstöður gefa til kynna að samskipti kennara og nemenda séu sá þáttur sem hefur mest áhrif á starfsánægju viðmælenda. Viðmælendur lögðu ríka áherslu á mikilvægi þess að byggja upp, móta og viðhalda jákvæðum tengslum við nemendur. Jákvæð tengsl kennara og nemenda byggðust á gildum eins og trausti, umhyggju, virðingu og sanngirni. Aðrir mikilvægir áhrifaþættir á starfsánægju viðmælenda voru starfseinkennaþættir eins og sjálfræði, fjölbreytileiki, ábyrgð og tækifæri til að nýta sérfræðikunnáttu sína og fagmennsku.
    Ýmis einkenni kennarastarfsins virtust samsvara vel þörfum og væntingum viðmælenda og leiddu til ánægju þeirra í starfi. Innri þættir, sem fólgnir eru í kennarastarfinu sjálfu og framkvæmd þess, virðast hafa meiri áhrif á starfsánægju viðmælenda en ytri þættir, eins og laun og vinnuaðstæður. Ytri þættir í kennarastarfinu leiddu frekar til óánægju kennaranna en ánægju. Þessi rannsókn sýnir hvernig megi hvetja kennara áfram í starfi og stuðla að bættu starfsumhverfi þeirra hér á landi.

Samþykkt: 
  • 21.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4032


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GIG_fixed.pdf695.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna