is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40327

Titill: 
  • Ríkið eða markaðurinn? Samanburður á landbúnaðarstefnum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar eru landbúnaðarstefnur Evrópusambandsins annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar, megineinkenni þeirra, mismunur og samanburður á þeim.
    Í inngangi er fjallað um helstu röksemdir fyrir því að ríki vernda og styðja landbúnað oft meira en aðra atvinnustarfsemi, eða með öðrum orðum hvers vegna þau reka landbúnaðarstefnu. Einnig er fjallað um til hvers konar aðgerða þau grípa gjarnan til að ná markmiðum stefnunnar.
    Sett er fram tilgáta um að bandaríska landbúnaðarstefnan byggi meira á því að nýta markaðslausnir til að ná sínum markmiðum en stefna ESB byggi fremur á beinum stuðningi og stjórntækjum hins opinbera.
    Í tveimur meginköflum er fjallað ítarlega um hvora stefnu fyrir sig, tilurð þeirra, þróun, röksemdir og helstu þætti þeirra í dag, auk þess sem litið er til framtíðar.
    Í niðurstöðukafla eru stefnurnar síðan bornar saman. Helstu niðurstöður eru þær að báðar stefnurnar hafa tekið verulegum breytingum frá upphafsárunum og ýmis líkindi eru með þeim en líka gjörólíkir þættir. Framleiðslutenging stuðnings hefur verið á undanhaldi og áhersla á umhverfis- og innviðaverkefni er veruleg á báðum stöðum. Það er hins vegar afar óvenjulegt hvernig Bandaríkjamenn hafa gert matvælaaðstoð við tekjulágt fólk að stærsta einstaka verkefni sinnar landbúnaðarstefnu.
    Niðurstaðan er einnig sú að ekki séu nægileg rök til að samþykkja tilgátuna sem sett var fram og það kemur á óvart að hlutfall markaðstruflandi stuðnings er hærra í Bandaríkjunum en í ESB. Tilgátunni er þó ekki hafnað heldur þar sem frekari rannsóknir þurfi til þess.

Samþykkt: 
  • 10.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40327


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_SigurdurE_080122.pdf522,15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_SE_jan2022.pdf210,02 kBLokaðurYfirlýsingPDF