is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40328

Titill: 
  • Elie Wiesel og notkun hans á Jobsbók í vitnisburði hans í þágu hinna látnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um Elie Wiesel og notkun hans á Jobsbók í vitnisburði hans í þágu þeirra sem létust í helförinni. Æviferill Wiesels er rakinn, ekki síst dvöl hans í útrýmingarbúðunum illræmdu Auschwitz í Póllandi, en þaðan komst hann lífs af. Fyrsta bók hans Nótt fær sérstaka athygli í ritgerðinni enda er þar að finna ítarlegustu frásögnina af þeirri reynslu sem mótaði hann til lífstíðar, þ.e. reynslan af helförinni. Fjallað verður um helförina og aðdraganda hennar og meginefni Jobsbókar, þjáningu hins réttláta manns. Í framhaldi er glímt við spurninguna hvaða áhrif Jobsbók hafi haft í boðun Elie Wiesels og lífi. Fræg eru orð hans úr Nótt þar sem hann líkir sjálfum sér við Job: „Ég var eins og Job,“ segir hann þar eftir að hafa upplifað einhverja skelfilegustu reynslu sína í Auschwitz. Þegar Wiesel hefur í fyrirlestrum fjallað um þjáninguna þá byrjar hann ætíð á að fjalla um Jobsbók þannig að ljóst má vera að hún gegnir stóru hlutverki í boðun hans og mannréttindabaráttu. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að berjast gegn illskunni í heiminum þar sem hún verður á vegi okkar. Afskiptaleysið komi þar aldrei að gagni enda eru orð hans kunn: „Það er ekki hatrið sem er andstæða kærleikans heldur afskiptaleysið.“

Samþykkt: 
  • 10.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40328


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - mým.pdf617.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - mým.pdf182.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF