en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/40334

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif kynferðisofbeldis á barneignarferli kvenna.
Degree: 
 • Bachelor's
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Megin markmið ritgerðarinnar er að koma auga á helstu afleiðingar þess að verða fyrir
  kynferðisofbeldi á unglingsárum þegar litið er til barneignarferla þolenda. Þá er lögð rík
  áhersla á að skoða kveikjur að endurupplifunum og hvaða áhrif afleiðingar geta haft í för
  með sér allt frá meðgöngu til móðurhlutverksins. Viðfangsefnið er skoðað út frá fræðilegu
  efni og speglað í viðeigandi kenningum. Tilgangur ritgerðarinnar er að koma auga á helstu
  kveikjur að endurupplifunum í fæðingu þolenda og koma auga á þær úrbætur sem
  fagaðilar gætu tileinkað sér í umönnun barnshafandi kvenna sem hafa orðið fyrir
  kynferðislegu ofbeldi. Fyrirliggjandi rannsóknir hafa sýnt fram á háa tíðni
  kynferðisofbeldis á meðal stúlkna undir 18 ára aldri en talið er að ein af hverjum þremur
  stúlkum verði fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Því er ekki úr vegi að benda á að
  kynferðisofbeldi er talin ein helsta ógn við heilbrigði unglingsstúlkna. Kynferðisofbeldi á
  unglingsárum hefur í för með sér bæði líkamlegar- og sálrænar afleiðingar sem geta verið
  viðvarandi fram á fullorðinsár þolenda. Slíkar afleiðingar geta meðal annars haft áhrif á
  meðgöngu, fæðingu og móðurhlutverk þolenda. Kveikjur að endurupplifunum er ein
  helsta ógn þessa hóps þar sem kveikjur geta haft verulega truflandi áhrif á
  barneignarferlið í heild sinni. Mikilvægt er að fagaðilar leggi sig fram við að nálgast
  þolendur af nærgætni til þess að stuðla að jákvæðari upplifun og auka stjórn þolenda á
  aðstæðunum. Helstu úrræði sem lagt er upp með eru áfallamiðuð nálgun, EMDR
  áfallameðferð og SIT meðferð um hugræna úrvinnslu.
  Lykilorð: Kynferðisofbeldi (e. sexual abuse), barneignir (e. child-bearing), endurupplifun
  (e. flashback), kveikjur (e. triggers), áfallamiðuð meðferð (e. trauma informed care).

 • Abstract is in Icelandic

  Megin markmið ritgerðarinnar er að koma auga á helstu afleiðingar þess að verða fyrir
  kynferðisofbeldi á unglingsárum þegar litið er til barneignarferla þolenda. Þá er lögð rík
  áhersla á að skoða kveikjur að endurupplifunum og hvaða áhrif afleiðingar geta haft í för
  með sér allt frá meðgöngu til móðurhlutverksins. Viðfangsefnið er skoðað út frá fræðilegu
  efni og speglað í viðeigandi kenningum. Tilgangur ritgerðarinnar er að koma auga á helstu
  kveikjur að endurupplifunum í fæðingu þolenda og koma auga á þær úrbætur sem
  fagaðilar gætu tileinkað sér í umönnun barnshafandi kvenna sem hafa orðið fyrir
  kynferðislegu ofbeldi. Fyrirliggjandi rannsóknir hafa sýnt fram á háa tíðni
  kynferðisofbeldis á meðal stúlkna undir 18 ára aldri en talið er að ein af hverjum þremur
  stúlkum verði fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Því er ekki úr vegi að benda á að
  kynferðisofbeldi er talin ein helsta ógn við heilbrigði unglingsstúlkna. Kynferðisofbeldi á
  unglingsárum hefur í för með sér bæði líkamlegar- og sálrænar afleiðingar sem geta verið
  viðvarandi fram á fullorðinsár þolenda. Slíkar afleiðingar geta meðal annars haft áhrif á
  meðgöngu, fæðingu og móðurhlutverk þolenda. Kveikjur að endurupplifunum er ein
  helsta ógn þessa hóps þar sem kveikjur geta haft verulega truflandi áhrif á
  barneignarferlið í heild sinni. Mikilvægt er að fagaðilar leggi sig fram við að nálgast
  þolendur af nærgætni til þess að stuðla að jákvæðari upplifun og auka stjórn þolenda á
  aðstæðunum. Helstu úrræði sem lagt er upp með eru áfallamiðuð nálgun, EMDR
  áfallameðferð og SIT meðferð um hugræna úrvinnslu.
  Lykilorð: Kynferðisofbeldi (e. sexual abuse), barneignir (e. child-bearing), endurupplifun
  (e. flashback), kveikjur (e. triggers), áfallamiðuð meðferð (e. trauma informed care).

Accepted: 
 • Jan 10, 2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40334


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Áhrif kynferðisofbeldis á barneignarferli kvenna. - Rebekka Ýr Sigurþórsdóttir.pdf535.46 kBOpenComplete TextPDFView/Open
RebekkaYS - Yfirlýsing.pdf279.23 kBLockedDeclaration of AccessPDF