is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40344

Titill: 
  • Dauðadans tvífaranna: Hið ókennilega í Frankenstein
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni eru einkenni hins ókennilega skoðuð í skáldsögu Mary Shelley, Frankenstein. Stuðst er við hugmyndir Sigmund Freud um ókennileikann eins og þær birtust í ritgerð hans „Hið óhugnanlega“ frá árinu 1919. Viðfangsefni Frankenstein og myndmál eru sannarlega óhugnanlega, en með því að lesa skáldsöguna út frá hugmyndum Freuds sést glögglega hvernig hið ókennilega, sem endurkoma bældra kennda, er allsráðandi. Einkum sprettur hið ókennilega fram í tengslum vísindamannsins Viktors Frankenstein og verunnar sem hann gæðir lífi. Veran birtist Viktori sem samansafn bældra tilfinninga og verður þannig ókennileg í augum hans. Skapari og sköpunarverk verða í kjölfarið ókennilegir tvífarar sem ítrekað skipta um hlutverk. Frankenstein er einnig skoðuð út frá hugmyndum Freuds um ókennileikann í skáldskap. Freud taldi að höfundur þyrfti að staðsetja skáldverk sitt í raunsæislegum veruleika svo að hið ókennilega gæti yfirleitt sprottið fram. Skáldsaga Shelley er einmitt gædd þessum eiginleikum. Í tengslum við þetta er ókennileikinn skoðaður út frá bókmenntasögulegri vídd en, líkt og Viktor Frankenstein sjálfur, þá er ókennileikinn afurð þess tímabils er mannkyn ákvað að hampa rökhyggju á kostnað hjátrúar og yfirskilvitlegra útskýringa.

Samþykkt: 
  • 10.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40344


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dauðadans tvífaranna_Hið ókennilega í Frankenstein.pdf230,18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing undirrituð.pdf223,61 kBLokaðurYfirlýsingPDF