is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40358

Titill: 
 • "milli 10-20 milljarðar [...] og nú er umfangið yfir 100 milljarðar": Reynsla starfsmanna Sjúkratrygginga Íslands af verkefnavæðingu
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða reynslu starfsmanna hjá hinu opinbera af verkefnavæðingu. Hugtakið verkefnavæðing hefur aðalega verið rannsakað út frá skipulagi, stjórnun og stjórnvisku fyrirtækja. Minna hefur verið um rannsóknir af reynslu starfsmanna eða öðru sem tengist mannauðnum. Það er því orðið tímabært að skoða hlið starfsmannsins.
  Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með er:
  Hver er reynsla starfsfólks hjá Sjúkratryggingum Íslands af verkefnavæðingu í sínu starfi?
  Íslenskt stjórnkerfi innleiddi nýskipan í ríkisrekstri um miðjan níunda áratug síðustu aldar til að minnka skrifræðið, lækka ríkisútgjöld og auka ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnanna við stjórnun þeirra. Talið er að innleiðing nýskipan í ríkisrekstri hafi átt þátt í aukinni notkun verkefna hér á landi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að tækifæri séu til úrbóta varðandi umgjörð vinnunnar í formi verkefna. Einnig eru tækifæri til úrbóta og auka þekkingu starfsmanna á verkefnastjórnun enn frekar.

Samþykkt: 
 • 11.1.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40358


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing_Vala Steinunn Guðmundsdóttir.pdf305.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MPA-opinber stjórnsýsla m_áherslu á verkefnastjórnun_feb2022.pdf849.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna