Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40359
Ritgerð þessi fjallar um atvinnuleysi. Tilgangur hennar er að athuga hvort atvinnuleysi á Íslandi er raunverulega lægra en í öðrum þróuðum löndum og ef svo er hverjar mögulegar ástæður fyrir því séu. Fjallað er um atvinnuleysi og kenningar sem sýna hvernig það myndast og hvaða hagstærðir hafa þar áhrif. Þær kenningar og líkön sem fjallað er um eru Phillips-kúrfan, Almenna hvatalaunalíkanið, Starfsmanna-Utanaðkomandi líkanið, Leitar- og pörunarlíkanið og heldni í atvinnuleysi. Auk þess er fjallað um möguleg inngrip stjórnvalda á vinnumarkaði, t.d. með lagasetningum á borð við vinnuvernd og lágmarkslaun. Framkvæmt er tilgátupróf til þess að athuga hvort atvinnuleysi sé marktækt lægra á Íslandi en í öðrum völdum iðnríkjum. Niðurstöður tilgátuprófanna voru að atvinnuleysi er marktækt lægra á Íslandi en í Bandaríkjunum, Danmörku og Frakklandi, auk fleiri landa, en er ekki lægra en í t.d. Sviss. Safnað var gögnum um þær hagstærðir sem hafa áhrif á atvinnuleysi skv. hagfræðikenningum fyrir Ísland, Bandaríkin, Danmörku og Frakkland. Án þess að unnt sé að draga tölfræðilega marktækar ályktanir hvaða þættir valdi mismunandi atvinnuleysi í löndunum er fjallað um sveiflur í verðbólgu, launastig og vinnuvernd sem mögulega orsakavalda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc_ritgerd_lokautgafa.pdf | 1.07 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing_skemman_utfyllt.pdf | 12.76 MB | Lokaður | Yfirlýsing |