is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40367

Titill: 
  • Úr fári kosninga í ritaðan sáttmála - ferðalag stefnumála stjórnarflokka fyrstu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í stjórnarsáttmálann.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Fyrir alþingiskosningarnar árið 2017 stunduðu stjórnmálaflokkarnir á Íslandi öfluga kosningabaráttu. Voru flokkarnir með allskyns stefnumál í ótal málaflokkum og var talsverður munur á milli flokkanna um hverju þeir vildu breyta og hvað þeir vildu bæta varðandi líf fólks á Íslandi og samskipti við umheiminn. Eftir kosningar var mynduð ný ríkisstjórn og samanstóð hún af Sjálfstæðisflokknum, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði og Framsóknarflokknum. Síðan var kynntur stjórnarsáttmáli þar sem farið var yfir hvaða mál ríkisstjórnin ætlaði sér að taka fyrir á kjörtímabilinu. Forvitnilegt er að skoða hvernig svo ólíkir flokkar geti unnið saman í ríkisstjórn og hvað því fylgi þegar slíkt á sér stað.
    Í þessari ritgerð er skoðuð stefna stjórnarflokkanna í kosningunum 2017 og hvernig þau stefnumál lifðu áfram yfir í stjórnarsáttmálann. Einnig eru þau stefnumál skoðuð sem ekki lifðu stjórnarmyndunarviðræðurnar af og komust því ekki í sáttmálann. Kenningar um hvata flokka líkt og stefnusækni, kjörsækni og stjórnsækni eru skoðaðar og einnig kenningar um samsteypustjórnmál til að reyna bæta skilning á efninu og hjálpa til við greiningu á atburðarrásinni. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvaða mál komust í stjórnarsáttmálann og hver ekki, sem og hver hvati flokkanna hafi verið í samsteypuferlinu. Helsta niðurstaða ritgerðarinnar er að hvati flokkanna þriggja hafi fyrst og fremst verið stjórnsækinn, og að hinn hugmyndafræðilegi munur sem var á flokkunum hafi haft neikvæð áhrif á hugmyndafræðilegt innihald stefnumála þar sem flokkarnir þurftu að semja frá sér sum af sínum helstu stefnumálum.

Samþykkt: 
  • 11.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40367


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð 100% FINAL.pdf292.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf369.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF