is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40375

Titill: 
  • Á á Síðu: Tilfærsla bæjarstæðis og fornleifaskráning
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um Á á Síðu og tilfærslu á bæjarstæðinu eftir Skaftárelda. Á fór í eyði í Skaftáreldum og var bæjarstæðið fært þrisvar sinnum eftir að jörðin byggðist aftur. Tilfærsla bæjarstæðisins er kortlögð út frá ritheimildum, örnefnaskráningu og fornleifaskráningu, sem var gerð á jörðinni 2020, með því markmiði að varpa ljósi á hvert og af hverju bæjarstæðið var fært eftir Skaftárelda. Í ritgerðinni er fjallað um fornleifaskráningu og hvernig hún hefur verið nýtt sem stökkpallur fyrir frekari rannsóknir í fornleifafræði. Heimildir um Á eru raktar í tímaröð og fjallað um Skaftárelda og umhverfi Ár fyrir eldana. Því næst er fjallað um örnefni á jörðinni og hvernig þau benda á gömlu bæjarstæðin og hvert bærinn var færður eftir Skaftárelda. Niðurstaðan er að bærinn hafi fyrst verið færður að Gömlu-Á og staðið þar frá um 1798 og fram yfir 1820. Þar eru nú gömul beitarhús sem voru nýtt fram á 20. öld. Bærinn var síðan færður frá Gömlu-Á í Búlandsnes og þar sjást enn tvær tóftir. Þar var búið í fá ár fyrir 1835, þangað til Halldór Jónsson var rekinn þaðan vegna ítaks sem nágrannajörðin Búland átti í nesinu. Þaðan var bærinn færður þangað sem hann stóð síðan fram á 20. öld. Sýnt er fram á hvernig hægt er að nýta fornleifaskráningu og ítarlega heimildavinnu til að kortleggja flókin söguleg ferli eins og tilfærslur bæjarstæða og bent á hvernig slík gögn gætu nýst til frekari rannsókna, til dæmis á sviði einsögu.

Samþykkt: 
  • 12.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40375


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerð_SigrúnDrífa.pdf5.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf313.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF