is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40376

Titill: 
  • Ófjárhagslegar upplýsingar. - Áhrif stafrófssúpu, aflátsbréfa og villta vestursins á sjálfbærniupplýsingar fyrirtækja
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Árið 2016 var ákvæði 66. gr. d. bætt við lög um ársreikninga nr. 3/2006 en með ákvæðinu var fyrirtækjum af ákveðinni gerð og stærð gert skylt að greina frá umfangsmiklum ófjárhagslegum upplýsingum í ársreikningum sínum. Upplýsingaskyldan er um margt óljós og er fyrirtækjum veitt umtalsvert svigrúm til þess að ákveða efnislegt inntak upplýsinganna. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á samband lagakrafna um ófjárhagslegar upplýsingar og framkvæmd upplýsingagjafar þeirra fyrirtækja sem falla undir upplýsingaskylduna. Rannsóknin gerir grein fyrir lagalegri og ólögbundinni umgjörð ófjárhagslegrar upplýsingagjafar. Hún skýrir efnislegt inntak lagakrafna, valkosti við skýrslugjöf og vænta þróun hvað varðar framsetningu, miðlun og staðfestingarferli upplýsinganna. Jafnframt er í rannsókninni leitast við að svara þeirri rannsóknarspurningu hver sé upplifun stjórnenda af ferli upplýsingagjafarinnar og viðhorf þeirra til þeirra áhrifa sem ófjárhagsleg upplýsingagjöf hefur á rekstur fyrirtækja. Enn fremur leitast rannsóknin við að lýsa afstöðu þeirra til þeirra tækifæra og áskorana sem framsetning og miðlun ófjárhagslegra upplýsinga hefur í för með sér. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði þar sem viðtöl eru tekin við stjórnendur og aðra hagaðila sem tengjast viðfangsefni rannsóknarinnar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að íslensk fyrirtæki eru aftarlega á merinni í alþjóðlegum samanburði en jafnframt að mikil þróun hafi átt sér stað í málaflokknum. Lög hafi hjálpað til að setja sjálfbærni á dagskrá en hafi ekki lykilþýðingu við ferli upplýsingagjafarinnar í dag. Þá sýna niðurstöður rannsóknarinnar að þrýstingur haghafa leiki lykilhlutverk í ófjárhagslegri upplýsingagjöf fyrirtækja og að upplýsingagjöfin hafi margþætt og jákvæð áhrif á rekstur og starfsemi þeirra. Helsta vandamálið felist í skorti á samhæfingu upplýsinganna sem dragi úr trúverðugleika þeirra. Þá sýna niðurstöðurnar jafnframt að besta leiðin til að tryggja gæði og trúverðugleika upplýsinganna sé óháð staðfesting þeirra og að endurskoðendur séu best til þess fallnir að annast þá vinnu.

Samþykkt: 
  • 12.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40376


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð - Ingi Poulsen - útsent.pdf767,09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
LOKAVERKEFNI.pdf262,88 kBLokaðurYfirlýsingPDF