is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40378

Titill: 
  • Áhrif eineltis á skólaforðun barna: aðkoma skólafélagsráðgjafa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Einelti í grunnskóla getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér sem einna helst birtist í aukinni vanlíðan sem síðan getur leitt til skólaforðunar. Með skólaforðun er átt við fjarveru barna frá skóla án gildrar ástæðu ásamt forðun þeirra frá aðstæðum og umhverfi sem þeir gætu hitt eða átt í samskiptum við skólafélaga sína. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna áhrif eineltis á skólaforðun barna og hver aðkoma skólafélagsráðgjafa gæti verið. Fjallað er um einelti og birtingarmyndir þess ásamt því að nánar er fjallað um skólaforðun barna sem afleiðingu eineltis. Einnig er fjallað um löggjöf og ákvæði sem snúa að einelti meðal barna og forvarnaráætlanir sem stuðst er við í grunnskólum hér á landi. Síðan er fjallað um félagsráðgjöf og hlutverk skólafélagsráðgjafa innan skóla ásamt þremur kenningum sem hann styðst við í starfi sínu. Leitast er eftir að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Á hvaða hátt getur einelti haft áhrif á skólaforðun barna? Hvernig getur skólafélagsráðgjafi stuðlað að bættu skólaumhverfi barna og komið í veg fyrir einelti og áhrif þess á skólaforðun?
    Niðurstöður leiddu í ljós að einelti hefur bein áhrif á skólaforðun barna. Afleiðingar eineltis er greinanlegar í lakari andlegri heilsu og sálfélagslegri líðan og breyttri hegðun barna sem eru þolendur eineltis. Verða þær afleiðingar til þess að þolandi forðast aðstæður þar sem hann er í hættu á að hitta gerendur sína en algengast er að slíkar aðstæður séu í umhverfi við skólann eða öðru tengdu skólastarfi. Skólaforðun barna getur síðan leitt til þess að nemanda fer aftur í hæfni til að takast á við námið vegna fjarveru hans frá skóla sem síðan getur haft áhrif á námsárangur. Þær afleiðingar ásamt hræðslunnar við gerendur getur síðan leitt til brottfalls nemanda. Niðurstöðurnar varpa því ljósi á mikilvægi þess að grunnskólar styðjist við forvarnar- og viðbragðsáætlanir við bæði einelti og skólaforðun til þess að geta gripið snemma inn í og mögulega komið í veg fyrir vandann og þær afleiðingar sem hann getur haft í för með sér.
    Skólafélagsráðgjafi býr yfir sérþekkingu sem kemur sér vel í starfi innan grunnskóla sem nær meðal annars yfir þroskaferil barna, löggjöf, barnavernd og stuðningsúrræði. Áherslur hans eru að huga að alhliða velferð nemenda innan skólans, vera málsvari þeirra, valdefla þá, mæta þeim þar sem þeir eru staddir og virða sjálfákvörðunarrétt þeirra. Skólafélagsráðgjafi sinnir starfi sínu með einstaklings- og hópráðgjöf til nemenda, foreldra og kennara, þátttöku í þverfaglegum teymum með stofnunum sem við koma umhverfi nemenda ásamt því að þróa stuðningsúrræði og sjá um fræðslu og forvarnir. Myndi hann því meðal annars fræða nemendur, foreldra og starfsfólk grunnskólans um einelti og skólaforðun og þau áhrif sem það getur haft á þolendur með því markmiði að fyrirbyggja ofbeldið og afleiðingar þess og jafnframt gæta að réttindum og öryggi nemenda.

Samþykkt: 
  • 13.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40378


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerd_JennyMarinKjartansdottir.pdf295.58 kBLokaður til...19.02.2022HeildartextiPDF
Yfirlysing-JennyMarinKjartansdottir.pdf218.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF