en English is Íslenska

Thesis Bifröst University > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4038

Title: 
  • is Samkeppni á íbúðalánamarkaði
Other Titles: 
  • is Competitions in the mortgages loan market
Submitted: 
  • September 2009
Abstract: 
  • is

    Þessi Ritgerðin er gerð í þeim tilgangi að rannsaka áhrif þess á íbúðarverð og skuldsetningu heimilanna að íslensku viðskiptabankarnir byrjuð árið 2004 að veita íbúðarlán í beinni samkeppni við Íbúðalánasjóð. Framkvæmd var rannsókn á hugsanlegum áhrifaþáttum sem stuðlað gætu að verðhækkun á íbúðarhúsnæði og aukið skuldsetningu heimilanna. Aðhvarfsgreining var notuð til þess að meta hugsanlega áhrifaþætti á verðþróun þar sem hægt var að nálgast tölulegar upplýsingar í tímaröð. Aðrir hugsanlegir áhrifavaldar sem ekki var hægt að setja fram á því formi voru skoðaðir útfrá sögulegum gögnum og hagfræðilegum sjónarmiðum um framboð og eftirspurn. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar á tímaröðunum sýndu enga fylgni við verðþróun á íbúðaverði. Söguleg skoðun leiddi í ljós að við aukið aðgengi almennings að lánsfé hafa verðhækkanir nær undantekningalaust fylgt í kjölfarið. Innkoma banka á lánamarkað stuðlaði enn frekar að auknu aðgengi á lánsfé, ekki síst þar sem þeir kepptust við að bjóða betur en Íbúðalánasjóður. Skuldastaða þeirra sem tóku lán hjá bönkunum þ.e.a.s með 100% veðsetningu og lán með höfuðstól í erlendri mynt er almennt ekki góð við núverandi aðstæður þar sem íbúðaverð fer lækkandi og gengi íslensku krónunnar er í sögulegu lágmarki (águst 2009). Íbúðalánsjóður bauð ekki svo háa veðsetningu eða lán í erlendri mynt.

Accepted: 
  • Oct 23, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4038


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
snorri_hardarson_fixed.pdf1.08 MBOpenRitgerðin öllPDFView/Open