is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40380

Titill: 
  • Að fá heila þjóð með sér: Fyrstu 100 dagarnir, ferli upplýsingafunda almannavarna og þjónandi leiðtogar á tímum Covid-19
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin miðar að því að greina upplýsingaferli Almannavarna fyrstu 100 daga Covid-19 á Íslandi, allt frá formlegum fundum á meðan á óvissustigi stóð, yfir í það tímabil þegar neyðarstigi var lýst yfir með tilheyrandi samkomubanni. Þegar þessari rannsókn lauk 4. maí 2020 var verið að aflétta samkomubanni í litlum skrefum. Kenningarammi rannsóknarinnar sem er eigindleg er breytingastjórnun, krísustjórnun og þjónandi forysta. Fjallað er um þau atriði sem eru vænleg til árangurs í breytinga- og krísustjórnun og farið yfir helstu ástæður fyrir því að ferli mistakast. Farið er í gegnum hvað þjónandi forysta stendur fyrir og hver helstu einkenni þjónandi leiðtoga eru. Markmið rannsóknarinnar er að sýna fram á að aðferðir breytinga- og krísustjórnunar ásamt þjónandi forystu voru lykilþáttur í mikilli samstöðu meðal þjóðarinnar.
    Ferli upplýsingafunda Almannavarna er rakið frá janúar – maí 2020. Á fordæmalausum tímum samkomubanns var ekki í boði að taka viðtöl við hlutaðeigandi og því rýndi höfundur og skoðaði stöðuskýrslur sem birtar eru á heimasíðu Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og horfði á daglega upplýsingafundi á meðan á samkomubanni stóð með það í huga að skoða hvernig upplýsingaferlið samræmdist breytinga- og krísustjórnun. Höfundur rýndi í framsetningu upplýsinga, viðmót og framkomu hjá stjórnendum upplýsingafunda Almannavarna til að skoða hvernig þeir samræmast þjónandi leiðtogum. Rannsóknin leiddi í ljós að innleiðing upplýsinga og áframhaldandi ferli er hliðstætt ferlum breytinga- og krísustjórnunar sem bornir voru saman við aðgerðir þeirra. Einnig endurspeglar framkoma og viðmót á upplýsingafundum þá þætti sem einkenna þjónandi leiðtoga.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar eru því þær að það eru greinileg líkindi með upplýsingaferli Almannavarna og viðurkenndum breytinga- og krísuferlum. Því til viðbótar eru færð rök fyrir því að stjórnendur upplýsingafundanna komu fram sem þjónandi leiðtogar. Þetta hafði þau áhrif að þjóðin hreifst með og sýndi samstöðu sem skilaði fyrirmyndarárangri.

Samþykkt: 
  • 14.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40380


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman Yfirlýsing Anna Kapitola.pdf89.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaritgerð MPA febrúar 2022 Anna Kapitola Engilbertsdóttir.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna