is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40381

Titill: 
 • Loftslagsaðgerðir fimm stærstu sjávarútvegsfyrirtækja Íslands: Greining á stefnum, skýrslum og árangri
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Ein af helstu auðlindum íslands er sjávarauðlindin, en hún er ein helsta ástæða góðra
  lífskjara á Íslandi, vegna aðgengis að auðugum fiskimiðum og hagþróun út frá þeim. Þrátt
  fyrir að hér búi fámenn þjóð, er Ísland mikilvægt í alþjóðlegu tilliti þegar kemur að
  sjávarútvegi og nýtingu sjávarauðlindarinnar. Vegna aukinnar þekkingar síðast liðinna ára,
  og áratuga, á áhrifum góðurhúsalofttegunda á jörðina er ljóst að loftslagsbreytingar hafa
  margbreytileg áhrif á sjó. Súrnun og hækkun hitastigs sjávar eru þættir sem hafa áhrif á
  stærð fiskistofna. Auk áhrifa loftslagsbreytinga getur starfsemi sjávarútvegs einnig haft
  neikvæð áhrif, bæði með veiðinni sjálfri og með losun gróðurhúsalofttegunda við veiðar,
  flutning og fiskvinnslu. Ísland er aðildarríki að mörgum alþjóðlegum sáttmálum sem
  snerta sjávarútveg, en í ritgerðinni er komið inn á Parísarsáttmálann, Kyoto-bókunina,
  Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Rammasamning Sameinuðu þjóðanna um
  loftslagsbreytingar, þar sem skoðuð eru helstu markmið og aðgerðir sem snerta
  atvinnugreinina. Með hliðsjón af þessum alþjóðasáttmálum fjallar rannsóknin um stöðu
  mála í sjávarútvegi á Íslandi, m.t.t. loftslagsmála, umhverfisins almennt, helstu hvata fyrir
  aðgerðum og hversu aðgengilegar umhverfisupplýsingar eru. Afalheimildum á Íslandi er
  skipt milli sjávarútvegsfyrirtækja og fimm stærstu fyrirtækin fara með um helming
  aflaheimilda. Markmiðið með rannsókninni er að skoða umhverfis- og loftslagsaðgerðir
  fimm stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Það er gert með því að rýna í opinber gögn
  fyrirtækjanna fimm, nýlegar fréttir og skýrslur opinberra stofnanna.
  Rannsóknin felur í sér fræðilega umfjöllun um helstu ógnir loftslagsbreytinga á hafið,
  neikvæð áhrif fiskveiða og áhrif losunnar gróðurhúsalofttegunda vegna sjávarútvegs
  starfsemi. Rannsóknin fer einnig yfir markmið helstu umhvefis- og loftslagssáttmála sem
  stuðla eiga að samdrætti í losun gróðurhúslofttegunda og áætlanir sem stuðla eig að
  sjálfbærni fiskistofna, sem og viðbrögð íslenskra stjórnvalda til að ná markmiðum
  umdræddra sáttmála. Síðast verður staða íslensks sjávarútvegs skoðuð í tengslum við
  umhverfið, og sérstakar áherslur lagðar á fiskveiðistjórnun, eftirlit og olíunotkun
  sjávarútvegs. Rannsóknin er gott innlegg í umræður um sjávarútvegsfyrirtæki þegar
  kemur að loftslagsmálum, því meðal annars er bent á það sem betur mætti fara í tengslum
  við loftslagsaðgerðir, umhverfisskýslur og -markmið.

Samþykkt: 
 • 14.1.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/40381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir.pdf1.78 MBLokaður til...19.02.2022HeildartextiPDF
Scan_blaerr_11.pdf45.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Scan_blaerr_21.pdf18.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF