Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40383
Í ritgerð þessari verður gert grein fyrir framsetningu trúarbragða, hinn svokallaða „Þriðja heims“, og að hluta til kynþátt og kynþáttafordóma í formi texta og myndrænnar framsetningar í íslenskum kennslubókum á grunn- og framhaldsskólastigi. Markmið ritgerðarinnar er að afhjúpa orðræðuna um „hina“ í íslenskum skólabókum og máta hana við skilgreiningu á menningarlegu ofbeldi.
Tilgangur þessarar ritgerðar er einnig að varpa ljósi á hvers konar þekking er talin ásættanleg í íslensku samfélagi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að menningarlegt ofbeldi er til staðar í íslenskum skólabókum varðandi trúarbrögð og „Þriðja heiminn.” Íslenskar skólabækur mótmæla hvorki hugtökunum kynþáttur né kynþáttafordóma né fjalla um þá í tengslum við Ísland, þrátt fyrir að rannsóknir sem hafa verið gerðar um íslenskt samfélag sýna að kynþáttahyggja og fordómar séu til staðar í íslensku samfélagi.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Master-thesis-ready-jovana.pdf | 823,08 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| CamScanner 01-05-2022 04.19_1.pdf | 585,18 kB | Lokaður | Yfirlýsing |