Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40385
Fataiðnaðurinn er einn sá mest mengandi í heiminum öllum og eykur hann áhrif skaðlegra loftslagsbreytinga. Línulegt hagkerfi samtímans gengur ekki upp ef ná á fram sjálfbærni og mikilvægt er að leita leiða til að endurhugsa neysluvenjur og líftíma vara.
Fyrirtækið 66°Norður er eitt af elstu og rótgrónustu fyrirtækjum á íslenskum fatamarkaði. Fyrirtækið einsetur sér að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í allri starfsemi sinni og vill bæta ferli sitt þegar kemur að því að gefa gömlum vörum nýtt líf.
Þetta rannsóknarverkefni hefur það markmið að gera úttekt á ferli 66°Norður, þegar kemur að því að koma gömlum vörum aftur í hringrás. Markmiðið er að setja fram nýtt og endurbætt ferli með straumlínustjórnun (e. LEAN) og sjálfbærni í verkefnastjórnun að leiðarljósi. Sjaldan hefur verið jafn mikil þörf og í dag fyrir fyrirtæki að tileinka sér sjálfbærni í auknum mæli og undirstrikar það mikilvægi þess að hafa slíkt ferli vandlega útfært.
Í þessu verkefni var gagna aflað með eigindlegri rannsókn og voru tekin sjö hálfstöðluð viðtöl, sex við starfsfólk 66°Norður og eitt við starfsmann Rauða krossins en allir viðmælendur höfðu það sameiginlegt að koma að ákveðnum snertifleti ferlisins „Ódrepandi“ á einhvern hátt. Rannsakandi fór auk þess á vettvang þar sem snertifletir ferlisins „Ódrepandi“ voru skoðaðir eins og hægt var og greindir út frá flæði virðisstrauma (e. value stream mapping). LEAN og sjálfbærni í verkefnastjórnun voru leiðarljós þegar kom að því að setja upp nýtt og endurbætt ferli.
The linear economy of today cannot coexist with the sustainable development targets we have set for our future. Therefore, it is necessary to rethink consumption habits and develop new methods of product development.
The company 66°North is one of the oldest and most established companies in the Icelandic clothing market. The company has ambitious goals when it comes to integrating sustainability into their business. One avenue they have explored in pursuit of this goal is improving their manufacturing processes and giving old products and clothes a new life.
The goal here is to put forward a new and improved process with LEAN and Sustainability in Project management as the main guiding principle.
With the impending climate catastrophe drawing nearer, the need for companies to integrate sustainability into their business is higher than ever before. Companies must dedicate more efforts on how to bring sustainability into their business, making research that investigates the effectiveness of sustainability policies and outlines a clear process for replication, all the more important.
This research employs qualitative methodology consisting of seven semi-structured interviews of six 66°North employees and one Red Cross employee.
All of the interviewees had various knowledge and experience with Ódrepandi process in some way. The author also visited the site to analyze the process in person.
This project applied the lens of LEAN and Sustainability in Project management in putting forth a new and improved circular process.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistaraverkefni í verkefnastjórnun - Að gefa gömlum vörum nýtt líf -Hallgerður Ragnarsdóttir.pdf | 1.74 MB | Lokaður til...19.02.2027 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing um lokaverkefni HR.pdf | 142.04 kB | Lokaður | Yfirlýsing |