Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40393
Eldgosið við Fagradalsfjall hefur notið mikilla vinsælda meðal ferðamanna frá því að það hófst í mars 2021. Á þessu áður lítt þekkta svæði er nú stunduð náttúrutengd ferðamennska, þar sem ákveðin tengsl verða milli manns og náttúru. Góð leið til þess að skoða þessi tengsl er að varpa ljósi á mismunandi þætti sem móta upplifun fólks sem hefur lagt leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall. Í þessari rannsókn var fyrirbærafræðilegri nálgun beitt til þess að rýna í þessa þætti. Niðurstöðurnar byggja á sex viðtölum sem tekin voru við íslenska ferðamenn sem áttu það sameiginlegt að hafa gengið að eldgosinu við Fagradalsfjall. Niðurstöðurnar sýna að þættirnir kvikustrókavirkni, hraun, ógn, annað fólk og veður og birtuskilyrði hafa mótandi áhrif á upplifun viðmælenda. Þættirnir falla undir þrjú meginþemu sem innblásin eru af fyrirbærafræðilegri nálgun. Fyrst er varpað ljósi á hlutverk fyrirfram mótaðra hugmynda í upplifuninni, en lýsa mætti slíkum hugmyndum sem þeim farangri sem viðmælendur tóku með sér inn í reynsluna. Síðan er skýrt frá því hvernig þeir mynduðu ákveðin tengsl við náttúruna í gegnum beina skynjun á hinum ýmsu umhverfisþáttum. Að lokum verður sagt frá því hvernig hugur viðmælenda vinnur úr reynslunni, með annars vegar tilfinningum og hins vegar ímyndunarafli.
The eruption at Fagradalsfjall has enjoyed enormous popularity among tourists since it began in March 2021. In this previously little-known area, nature-based tourism is now practiced, where people and nature come together and create certain connections. A good way to look at these connections between man and nature is to shed light on different factors that shape the experience of people who have made their way to the eruption at Fagradalsfjall. In this study, a phenomenological approach was applied to examine these aspects. The results are based on six interviews conducted with Icelandic tourists who had in common that they had walked to the eruption at Fagradalsfjall. The results show that the factors magma jet activity, lava, threat, other people and weather and lighting conditions have a formative effect on the interviewees' experience. These factors fall under three main themes that are inspired by a phenomenological approach. First, the role of pre-formed ideas in the experience is highlighted, but such ideas could be described as the baggage that the interviewees brought into the experience. It then explains how the interviewees formed certain connections with nature through a direct perception of the various environmental factors. Finally, it will be discussed how the mind of the interviewee works from the experience. On the one hand with emotions and imagination on the other.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
„Ég fæ örari hjartslátt, glampa í augun og bara aðeins í hnén líka%22- Dagbjört Telma Davíðsdóttir og Elín Björk Hallsteinsdóttir.pdf | 1,17 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing (1).pdf | 206,07 kB | Lokaður | Yfirlýsing |