is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/403

Titill: 
  • Peptíð og bætibakteríur í þorsklirfueldi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrstu dagarnir eftir upphaf fæðunáms lirfa sjávarfiska einkennast af hárri dánartíðni og litlum vexti enda er meltingarvegur lirfanna fremur óþroskaður á þessum tíma. Rannsóknir hafa sýnt að meltingarensímið trypsín gegnir lykilhlutverki í meltingu fæðu á þessu tímabili. Framboð og virkni trypsíns í lirfunum er því afar mikilvægt fyrir lífvænleika lirfa sjávarfiska.
    Markmið tilraunarinnar var að kanna hvaða áhrif fiskipeptíð og bætibakteríur (e: probiotic bacteria) hafa á lifun og vöxt þorsklirfa. Tilraunin gekk út á það að meðhöndla þorsklirfur með annars vegar peptíðum (ufsapróteinmelta frá Prímex ehf á Siglufirði) og hins vegar með bætibakteríum. Efnunum var bætt út í eldisumhverfi hrogna og lirfa, og rannsökuð áhrif meðhöndlunar á vöxt og lifun lirfa úr startfóðrun. Í ljós kom að með því að meðhöndla bæði lirfurnar og fæðudýr þeirra (hjóldýrin) með bætibakteríum má auka lifunina talsvert. Bætibakteríur eru lifandi bakteríur sem bætt er í fóður eða umhverfi fisksins í þeim tilgangi að bæta samsetningu og auka stöðugleika örveruflórunnar. Fæðudýr, og þá helst hjóldýr eru almennt talin vera helsta leið baktería inn í eldisumhverfi lirfa og þar með inn í meltingarveg þeirra. Með því að baða fæðudýrin með bætibakteríum verður örveruflóran stöðugri og dregur það úr líkum á að sjúkdómsvaldandi bakteríur nái þar fótfestu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri frá og með 31.05.2009
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/403


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
peptid.pdf649,93 kBTakmarkaðurHeildartextiPDF
peptid_e.pdf82,22 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
peptid_u.pdf82,93 kBOpinnPeptíð og bætibakteríur í þorsklirfueldi - útdrátturPDFSkoða/Opna