Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40405
Þátttaka foreldra er meðal annars skilgreind sem samskipti foreldra við börn sín um námsefni þeirra. Góð samskipti milli skóla og heimilis hefur meðal annars jákvæð áhrif á námsárangur barna. Í þessari rannsókn er notaður íslenskur spurningalisti sem byggir á foreldraþátttökulista Watkins. Á íslenska spurningalistanum eru atriði sem vísa til skólatengdra samskipta foreldra við börnin sín og þekkingu foreldranna á námsefni þeirra. Foreldrar eru helstu upplýsingagjafar um börnin sín. Niðurstöður rannsókna sýna að samræmi í mati milli mæðra og feðra sé miðlungsgott eða gott. Verkefnið byggir á fyrirliggjandi gögnum þar sem spurningalistinn var lagður fyrir 122 foreldra barna í fyrsta bekk í febrúar til apríl árið 2020. Markmið rannsóknarinnar var að athuga próffræðilega eiginleika íslenska listans um þátttöku foreldra. Ásamt því var einnig kannað hvort munur væri á svörum eftir því hvort móðir, faðir, báðir aðilar eða annar matsaðili svari spurningalistanum. Próffræðilegir eiginleikar spurningalistans voru kannaðir með atriðagreiningu og staðfestandi þáttagreiningu. Helstu niðurstöður voru að spurningalistinn reyndist almennt gott mælitæki. Ekki var hægt að álykta um mun milli matsaðila. Það gefur þó ekki til kynna að enginn munur sé til staðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
PróffræðilegirEiginleikarSpurningaUmÞekkinguForeldraÁNámiBarnaSinna.pdf | 322,07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð.pdf | 1,77 MB | Lokaður | Yfirlýsing |