is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40407

Titill: 
  • Að vaxa í gegnum skapandi ferli
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn beini ég sjónum mínum að sköpunarferlinu og samþættingu námsgreina með það að markmiði að búa til námsverkefni í myndlist með framangreint að leiðarljósi. Í rannsókninni eru kynntar skapandi námsleiðir þar sem nemendur fá tækifæri til að taka virkan þátt í undirbúningi og mótun viðfangsefna hverju sinni og verða tekin dæmi úr skólastarfi, auk mynda sem lýsa verkefnum. Markmið mitt er að rannsaka sköpunarferlið; hvernig skapandi nám og samþætting námsgreina getur glætt áhuga nemenda á umhverfinu og stuðlað að auknum sjálfsskilningi og vexti. Ég spyr auk þess spurninga um hlutverk kennara í ferlinu.
    Að vaxa í gegnum skapandi ferli krefst þess að þú takir meðvitaða ákvörðun um að þú viljir kenna og læra með aðferðum lista. Það krefst þess að þú sért vakandi og móttækilegur fyrir góðum hugmyndum og aðferðum því að þær gætu verið á vegi þínum hvar sem er og hvenær sem er. Ég trúi því að athöfnin í sjálfri sér, ferlið við að skapa hjálpi okkur að kjarna okkur og sýna heiminum hver við erum. Hvort sem það er skrifaður texti, mynd sem þú málar, húfa sem þú prjónar eða leikfang sem þú smíðar þá lærir þú eitthvað um sjálfan þig og hvernig þú getur notað sköpunarkraft þinn og hæfileika til að miðla til annara og hvetja. Sköpunarferlið er gefandi í sjálfu sér en það getur vissulega líka verið sársaukafullt og viðkvæmt ferli. Að vaxa í gegnum skapandi ferli er áskorun!
    Námsverkefnin sem fylgja með ritgerðinni miða að því að vera valdeflandi og hvetja nemendur til að taka þátt í skapandi námsleiðum.

  • Útdráttur er á ensku

    In this study, I focus on the creative process and the integration of subjects with the aim of creating art materials with the above in mind. The study introduces creative study paths where students have the opportunity to take an active part in the preparation and shaping of subjects at any given time, and examples will be given as well as pictures that describe projects. My goal is to explore the creative process and how creative learning and the integration of subjects can stimulate students' interest in the environment and contribute to increased self-understanding and growth. I also ask questions about the role of teachers in the process.
    The creative process requires that you to make a conscious decision that you want to teach and learn using art methods. It requires you to be alert and receptive to good ideas and methods because they could be on your way anywhere and anytime. I believe that the act itself, the process of creating, helps us to core ourselves and show the world who we are. Whether it's written text, a picture you paint, a hat you knit or a toy you make, you learn something about yourself and how you can use your creativity and talent to communicate and inspire others. The creative process is rewarding in itself, but it can also be a painful and delicate process. Growing through the creative process is a challenge!
    The study projects that accompany the dissertation aim to be empowering and encourage students to participate in creative study paths.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 28.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40407


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AÐ VAXA Í GEGNUM SKAPANDI FERLI og namsverkefni.is.pdf1.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna