is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40410

Titill: 
  • Það er úlfur fyrir aftan þig!
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn sameina ég aðferðir starfenda- og listrannsóknar til að kanna möguleika sagnalistar í leikskóla og þróa áfram eigin getu og styrkleika sem sögumaður. Eins og algengt er í starfendarannsóknum notaði ég rannsóknardagbók sem verkfæri til að skrá og meta eigið starf en gaf aðferðinni blæ listrannsókna með því að vinna meðvitað með huglæg, tilfinningaleg og persónubundin atriði er tengdust virkni minni sem sögumaður og gera dagbókartextann þannig rannsakandi og skapandi í senn. Með þessum hætti varð rannsóknin að leið til að auka eigin sjálfsþekkingu og valdeflingu um leið og ég opnaði augun fyrir því hvernig tækifæri til að segja sögur koma sífellt upp í hinu daglega starfi í leikskólanum. Að sama skapi kannaði ég eigin vanmáttartilfinningu gagnvart skipulögðum sögustundum þegar ytri aðstæður standa í vegi fyrir raunverulegum tengslum milli sögumanns og áheyrenda. Virk þátttaka áheyrenda og sveigjanleiki sögumanns í flutningi og frásögn er lykillinn að því að slíkar sögustundir heppnist vel. Sterk tengsl við áheyrendur myndast hins vegar oft þegar um er að ræða óskipulagða stund þar sem það tekst að grípa óvænt tækifæri til að segja sögu sem kemur til móts við þarfir barnanna. Fjölbreytni er einnig mikilvæg; allir hafa þörf fyrir sögur en börn hafa mismunandi skapgerð og persónuleika og það hefur áhrif á hvers konar sögur og flutningur gagnast þeim best. Að sama skapi hafa mismunandi sögumenn ólíka styrkleika og veikleika sem hafa áhrif á hvað þeir hafa upp á að bjóða. Þetta var mjög persónuleg vegferð þar sem ég á stundum afhjúpa eigið varnarleysi og vanmátt en fæ einnig mikilvæga innsýn í sjálfa mig.

  • Útdráttur er á ensku

    In this study, I combine the two methods of action research and art-based research in investigating the possibilities of storytelling in a kindergarten as well as developing my own capacities and strengths as a storyteller. A central tool is the research diary which is used to keep track of and evaluate the progression of the study. This tool is commonly associated with the methods of action research; however, I gave it an art-based twist since I used it to work through subjective, emotional and personal aspects of my role as storyteller, juxtaposing investigative and creative elements in the text of the diary. In this way, the study became a path to gaining self-knowledge and empowerment at the same time as it opened my eyes to how opportunities for storytelling constantly arise in the daily routine of the kindergarten. I explored my own feelings of inadequacy and frustration when faced with prearranged storytelling situations where external factors stand in the way of a true connection between the storyteller and the audience. A key element in getting such situations to turn out well is strong audience participation, which in turn is associated with a high degree of flexibility on the part of the storyteller. Conversely, a strong connection with the audience often ensues when the storytelling situation arises in a spontaneous and unexpected manner, especially when one is sensitive to the particular needs of the moment. Diversity and variation are also important; everyone needs stories, but children have different temperaments and personalities, which affects what kind of storytelling is most useful and enjoyable to them. Similarly, different storytellers have different strengths and weaknesses. For me this was a very personal journey where I at times exposed my own vulnerability and powerlessness. However, I also gained some important insights into myself as a storyteller and a person.

Samþykkt: 
  • 28.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40410


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ulfur-fyrir-aftan-thig Skemma.pdf731.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna