is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/40411

Titill: 
  • Kadensur í K. 467
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megin viðfangsefni þessarar ritgerðar eru kadensur fjögurra píanóleikara fyrir píanókonsertinn í C-dúr (K. 467) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Fjórar mismunandi kadensur eftir fjóra þekkta píanóleikara eru skoðaðar og greindar. Til að byrja með verða píanókonsertar Mozart skoðaðir sem ein heild til þess að skilja mikilvægi þeirra í tónsköpun hans. Til þess að greina kadensurnar verða fyrst rannsökuð og kynnt nokkur mismunandi tónlistarform. Eitt af mikilvægustu formunum þegar kemur að kadensu rannsókn er konsertformið og er það skoðað og útskýrt ýtarlega. Við skýringu konsertformsins verður sónötuformið og ritornello-formið einnig tekið fyrir vegna þess að konsertformið er blanda af þessum tveimur. Mikilvægur kafli í þessari ritgerð er stefjagreining konsertsins K. 467. Þessi stefjagreining er gerð svo hægt sé að átta sig á því hvaða stef píanóleikararnir eru að nota í kadensunum sínum. Skilgreining og hlutverk klassísku kadensunnar er skoðuð og þegar búið er að greina allar fjórar kadensurnar er kannað hvort kadensurnar hafi eitthvað sameiginlegt og hver mismunur þeirra er. Niðurstaða þessarar rannsóknar leiddi í ljós að kadensan er ótrúlegt fyrirbæri sem leyfir flytjendanum að taka þátt í tónsmíð verksins, jafnvel mörghundruð árum eftir að tónskáldið lést og fátt finnst mér fallegra en það þegar kemur að tónlist og tónsmíðum.

Samþykkt: 
  • 28.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40411


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kadensur í K. 467.pdf385,2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna