is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40412

Titill: 
  • Lýdísk-krómatíska kenningin um tónskipulag : eðli hennar og áhrif
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um lýdísk-krómatísku kenninguna um tónskipulag sem er hljómfræðikenning sem tónskáldið og hljómfræðingurinn George Russell setti fram um miðbik tuttugustu aldar. Gerð er grein fyrir grunnþáttum kenningarinnar, hvernig hún kemur út í framkvæmd, annars vegar í verkum George Russells og Miles Davis en hins vegar hvaða áhrif hún hafði á sögu djasstónlistar. Gagnrýni á kenninguna er skoðuð og athugað hvort og hvernig hún getur nýst við kennslu. Meginheimildir eru bók Russells, The Lydian Chromatic Concept of Tonality og bók Eric Nisenson The Making of Kind of Blue: Miles Davis and his Masterpiece. Auk þess er stuðst við greinar um efnið og fjölda dæma úr djasssögunni. Helstu niðurstöður eru þær að kenningin sé ágætur leiðarvísir og hugmyndabanki fyrir spunatónlistarmenn en að hún komi ekki í stað hefðbundinnar djasshljómfræði þó að hún geti verið áhugaverð viðbót við hana. Ekki borgar sig að læra kenninguna frekar en viðtekna djasshljómfræði. Forsendur kenningarinnar eru nokkuð ótraustar og ekki hægt að taka allan vafa um áhrif hennar á djasssöguna þrátt fyrir að höfundar meginheimildanna tveggja telji þau talsverð. Hún er þó áhugaverð hugmynd í tónlistarsögunni sem vert er að gefa gaum.

Samþykkt: 
  • 28.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40412


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lýdísk-krómatíska kenningin um tónskipulag- eðli hennar og áhrif.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna