Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/40417
Myndgreining gegnir mikilvægu hlutverki í nútíma heilbrigðiskerfi. Hættan á smitum hefur jafnan þótt lítil á röntgendeildum. Í raun er frekar mikil hætta á að bera smit á milli vegna mikils mannfjölda og að auki er mikil snerting á milli geislafræðings og sjúklings þegar stillt er upp fyrir rannsókn.
Framkvæmd var talning á tilefnum til handhreinsunar starfsfólks og sótthreinsunar snertiflata milli sjúklinga og skráð hvort leiðbeiningum þar um var fylgt. Handhreinsun og sótthreinsun snertiflata voru mæld samhliða. Tilfefni til handhreinsunar voru flokkuð í fimm flokka að fyrirmynd Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Handhreinsun var talin framkvæmd ef hendur voru annaðhvort þvegnar eða sprittaðar og miðað var við það í útreikningum á hlutfalli tilefna þar sem leiðbeiningum um handhreinsun var fylgt. Markmiðið var að skrá 200 tilefni fyrir handhreinsun á hverri stofnun og fyrir hverja myndgreiningaaðferð þar sem þær voru fleiri en ein og eftir það var mælingu hætt. Búnaður sem átti að sótthreinsa var flokkaður í fjóra flokka. Gerð var íhlutun í formi veggspjalds fyrir röntgen, tölvusneiðmyndun og segulómun á Landspítala í Fossvogi og talning endurtekin þar. Á hverri stofnun var einnig skoðað hvernig aðstaða, aðgengi að leiðbeiningum og verkferlar styðja við smitvarnir, sérstaklega í ljósi COVID-19 faraldursins.
Það náðist alltaf að skrá 200 tilefni fyrir handhreinsun nema fyrir móbíl-röntgentæki á Landspítala í Fossvogi þar sem þau voru 74. Fylgni við leiðbeiningar um handhreinsun var ófullnægjandi og var á bilinu 11,5% til 68,9% eftir stöðum. Það skýrðist að hluta til með hanskanotkun starfsmanna en hún kemur aldrei í stað handhreinsunar. Það var marktækur munur á milli staða á fylgni við leiðbeiningar um handhreinsun, staðfest með kí-kvaðrat prófi (Χ2=185, df=8, p<0,001). Það var einnig marktækur munur á fylgni við leiðbeiningar á röntgenstofum eftir stofnunum (Χ2=60,2, df=4, p<0,001). Það var ekki marktækur munur fyrir og eftir íhlutun á Landspítala í Fossvogi (p=0,276).
Fylgni við leiðbeiningar um sótthreinsun snertiflata var betri en við leiðbeiningar um handhreinsun en þarf samt að bæta og var á bilinu 33,3% til 71,7% eftir stöðum. Það var marktækur munur eftir stöðum á fylgni við leiðbeiningar um sótthreinsun snertiflata milli sjúklinga fyrir allan búnað talinn saman (Χ2=63,9, df=8, p<0,001) og það var einnig marktækur munur á röntgenstofum eftir stofnunum (Χ2=49,1, df=4, p<0,001). Það mældist ekki marktækur munur fyrir og eftir íhlutun á Landspítala í Fossvogi (p=0,258).
Aðstaða á myndgreiningadeildunum var hentug fyrir framkvæmd handhreinsunar og sótthreinsunar snertiflata. Leiðbeiningar um umgengni við sjúkling með grun um eða staðfest COVID-19 sem þurfti voru almennt til staðar og aðgengilegar. Niðurstöður sýna að fylgni við leiðbeiningar um handhreinsun og sótthreinsun snertiflata milli sjúklinga er ófullnægjandi og þarf að grípa til aðgerða til að bæta úr því.
Medical imaging serves an important role in the modern healthcare system. The risk of transmitting infections in imaging departments has traditionally been considered low. In reality, the risk is rather high because of the high patient turnover rate, in addition to close contact between the radiographer and the patient during the positioning.
Opportunities to perform hand hygiene and contact surface disinfection between patients were counted and records made whether instructions thereof were adhered to. Hand hygiene and contact surface disinfection were measured simultaneously. Hand hygiene opportunities were divided into five categories, in accordance with the guidelines of the WHO. Hand hygiene was considered performed if hands were washed or alcohol-based hand rub was used, and the proportion of instances that instructions for hand hygiene were adhered to was computed accordingly. The aim was to count 200 opportunities for hand hygiene for each institution and each imaging modality, where they were more than one, and measurements were discontinued thereafter. Equipment that should be disinfected was classified into four categories. Intervention was made in the form of a poster for radiography, CT and MRI for Landspítali in Fossvogur and another count was performed there. Observations were also made at each institution how workplace conditions, instructions, and working procedures support infection control, especially in the light of the COVID-19 pandemic.
200 opportunities for hand hygiene were successfully counted everywhere, except for mobile radiography in Landspítali in Fossvogur, where they were 74. Hand hygiene was inadequate and measured between 11,5% and 68,9% at different locations. It is partially explained by glove use by staff members, however it can never replace hand hygiene. There was significant difference between different locations in adherence to instructions for hand hygiene, confirmed by a chi-squared test (Χ2=185, df=8, p<0,001). There was also significant difference in adherence to instructions in x-ray examination rooms between different institutions (Χ2=60,2, df=4, p<0,001). There was no significant difference before and after intervention in Landspítali in Fossvogur (p=0,276).
Adherence to instructions for contact surface disinfection measured favourably in comparison to instructions for hand hygiene and was between 33,3% and 71,7% for different locations, however there is still room for improvement. There was significant difference between different locations in adherence to instructions for contact surface disinfection between patients for all equipment counted combined (Χ2=63,9, df=8, p<0,001) and there was also significant difference between different institutions in the measurements in x-ray examination rooms (Χ2=49,1, df=4, p<0,001). No significant difference was measured before and after intervention in Landspítali in Fossvogur (p=0,258).
Workplace conditions were suitable for the performance of hand hygiene and contact surface disinfection. Instructions for handling of suspected or confirmed COVID-19 cases which were needed were generally present and accessible.The results show that the adherence to instructions for hand hygiene and contact surface disinfection between patients is inadequate and actions are needed to improve it.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
sotthreinsun_handhreinsun_smitvarnir-ilya_tverskoy.pdf | 1.74 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
yfirlysing.pdf | 4.45 MB | Locked | Declaration of Access |